ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3008

Titill

Fangelsisvist og fjölskyldutengsl: líðan, þarfir og óskir aðstandenda fanga. „...eins og við værum eitthvað auka...“

Útdráttur

Aðstandendur fanga er hópur í samfélaginu sem hefur fengið litla athygli og er oft á tíðum falinn hópur innan samfélagsins. Er fangi hefur afplánun gleymast þeir oft sem við hlið þeirra standa; sjálf fjölskyldan. Að viðhalda fjölskyldutengslum er mikilvægur þáttur fyrir fanga og ekki síst fjölskylduna sjálfa sem horfir á eftir einum úr fjölskyldunni til innilokunar. Þó hafa aðstandendur fengið byr undir vængi sína með stofnun samtakanna, Aðgát en starfsemi þeirra snýr að aðstandendum og stuðningi við þá. Helstu markmið rannsóknar þessarar var að skoða þá þjónustu sem aðstandendum stendur til boða og hvernig henni er komið til skila og jafnframt að fá fram óskir þeirra í tengslum við þjónustuna. Einnig var litið á líðan aðstandenda í því langa ferli sem afplánun getur oft verið. Niðurstöður sýndu að þjónusta við aðstandendur er ekki nægilega sýnileg og skortur á grunnupplýsingum er til staðar. Óánægja með heimsóknaraðstöðu var áberandi sem og tilfinningaleg upplifun aðstandenda í ferlinu. Aðstandendum þótti mikilvægt að bæta upplýsingamiðlun og
aðstöðu til heimsókna sérstaklega hvað varðaði börn sem fara til heimsókna í fangelsið.

Samþykkt
8.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Berglind_Osk_Filip... .pdf371KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna