ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/302

Titill

Framtíð - hraðferð : viðhorf, reynsla og upplifun fjögurra nemenda í 10. bekk af því að sækja og stunda stærðfræðinám sitt í framhaldsskóla og hvernig það er samanborið við stærðfræðinám þeirra í grunnskólanum

Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar og þessa verkefnis er að varpa ljósi á viðhorf, reynslu og upplifun fjögurra nemenda í 10. bekk af því að sækja og stunda stærðfræðinám sitt við framhaldsskóla og hvernig það er samanborið við stærðfræðinám þeirra í grunnskólanum. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt við heimildaöflun þar sem viðtöl voru tekin við fjóra nemendur 10. bekkjar grunnskóla sem jafnframt námi sínu í grunnskólanum stunda nám í stærðfræði á framhaldsskólastigi. Niðurstöður úr viðtölunum eru skoðaðar í ljósi tveggja námskenninga, atferlisstefnu og hugsmíðahyggju, og kennsluaðferða í anda þeirra sem og áhrifa námsumhverfis.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að í ljós kom að viðhorf nemendanna fjögurra til stærðfræði voru almennt á þá leið að engin sérstakur áhugi á faginu er til staðar hjá þeim. Reynsla nemendanna af stærðfræðináminu í framhaldsskólanum var að jafnaði jákvæð miðað við reynslu þeirra af stærðfræðináminu í grunnskólanum og þeir töldu sig geta mælt með því við aðra nemendur sem hafa til þess getu og áhuga, að fara þá leið að stunda nám á tveimur skólastigum. Aftur á móti var félagsleg upplifun þeirra í framhaldsskólanum frekar neikvæð og þeir höfðu lítil samskipti við aðra nemendur framhaldsskólans ef frá eru talin samskipti við aðra nemendur 10. bekkjar.

Samþykkt
10.8.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Heildarskjal.pdf389KBOpinn Heildarskjal PDF Skoða/Opna