is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3022

Titill: 
  • Sálræn líðan samkynhneigðra ungmenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins sem er í formi fræðilegrar samantektar var að kanna hvort samkynhneigð ungmenni byggju við ólíka sálræna líðan en önnur ungmenni og ljósi varpað frekar á þrjá megin þætti hvað það varðar, þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir/tilraunir. Niðurstöður rannsókna sem skoðaðar voru sýndu að sálræn líðan samkynhneigðra ungmenna eru marktækt verri en gagnkynhneigðra. Þrátt fyrir að lagaleg staða samkynhneigðra og umburðarlyndi almennings sé óvíða betri en á Íslandi bentu þær fáu íslensku rannsóknir sem fundust um málaflokkinn til þess að sálræn líðan íslenskra ungmenna sé langt frá því að vera nægilega góðar. Dregnar voru þær ályktanir að samkynhneigð ungmenni séu í sérstakri hættu á að þróa með sér sálræna vanlíðan og þarfnast því sérstakrar athygli hjúkrunarfræðinga og annarra sem vinna með ungmennum. Huga þarf að fyrirbyggjandi aðgerðum með opinskárri umræðu og fræðslu til handa hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki, en ekki hvað síst meðal nemenda á öllum skólastigum.
    Lykilorð: Samkynhneigð, ungmenni, sálræn líðan, hjúkrun.

Samþykkt: 
  • 10.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3022


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf211.52 kBLokaðurHeildartextiPDF