ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3024

Titill

Greining metoxýleruðum alkýl glýseríðum úr hákarlalýsi með vökvaskilju og massagreini

Útdráttur

Metoxýleruð alkýl glýseríð (MAG) hafa sýnt bakteríudrepandi virkni. Blanda af nokkrum slíkum efnum var einangruð úr hákarlalýsi. Markmið verkefnisins var að ákvarða innbyrðis hlutföll þessara efna í blöndunni. Vökvaskilju/massagreinir Efnagreiningarseturs Háskóla Íslands var notaður til verksins. Aðferð var þróuð á háþrýstivökvaskilju til að ná fram ásættanlegri aðgreiningu á efnunum í blöndunni og hlutföllin ákvörðuð með massagreininum.
Tvær blöndur voru skoðaðar, 8 mánaða og 5 ára gamlar. Munurinn á rófum þessara tveggja blanda var mjög mikill. Eftirsóttasta MAG, sem hefur DHA sem alkýlhóp, var í mestum mæli í nýju blöndunni en sást ekkert í þeirri gömlu. Einnig sást að vægi hennar fór hratt minnkandi við geymslu í leysi.
Niðurstöðurnar voru að lokum bornar saman við aðra greiningu á sambærilegum efnum sem framkvæmd var í Japan á áttunda áratug síðustu aldar.

Samþykkt
10.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
mann_fixed.pdf1,9MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna