ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3050

Titill

Stöðubundin eterlípíð merkt með ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum í einni endastöðunni

Útdráttur

Verkefnið fólst í fjögurra skrefa efnasmíð á handhverfuhreinum eterlípíðum. Eterlípíðin sem smíðuð voru höfðu ómega-3 fjölómettaða fitusýru í endastöðu og miðlungs langa fitusýru í miðstöðu. Rannsóknir hafa sýnt að eterlípíð og ómega-3 fitusýrur hafi jákvæð áhrif á heilsu manna. Það þótti því áhugavert að geta smíðað þessi efni.
Fyrst voru notuð þekkt hvörf til að útbúa eterlípíð með náttúrulegri skipan, þar sem alkýlkeðja var tengd inn á aðra endastöðu handhverfuhreins sólketals og díólið afverndað. Næst var ómega-3 fitusýra innleidd í fríu endastöðuna með hjálp lípasans Candida antarctica. Loks var miðlungs löng fitusýra innleidd í miðstöðu í tengihvarfi. Nýjung verkefnisins fólst í þeirri staðvendni sem birtist í síðustu tveimur skrefunum. Úr þessum skrefum fengust góðar heimtur með tilætlaðri staðvendni. Myndefnin voru sannkennd með NMR og IR litrófsmælingum, nákvæmum hágæða massamælingum ásamt því að eðlisljósvirkni efnanna var mæld.

Samþykkt
15.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd_fixed.pdf3,1MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna