ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3051

Titill

Samanburður á ólínulegri og línulegri jarðskjálftagreiningu

Útdráttur

Verkefnið byggist á því að jarðskjálftagreina steinsteyptan fjögurra hæða skúfvegg með þeim aðferðum sem EC8 býður upp á og bera sama niðurstöður. Þó sérstaklega skoða hvernig línuleg greining með hönnunarrófi stendur í samanburði við tímaraðagreiningu á ólínulegu líkani. Hvað hegðunarstuðullinn er í raun að gera og hvort hann sé að skila sér í gegn.
Til þess eru gerð tvö mismunandi tölvulíkön af skúfvegg annað línulegt og hitt ólínulegt. Notast er við hönnunarróf á línulega líkanið og vægi neðst á veggnum fengið. Út frá því er svo nauðsynlegt járnamagn reiknað. Ólínulega líkanið byggir á þeirri niðurstöðu og ólínulegar einingar notaðar til að líkja eftir fjölda járna og ólínulegra eiginleika þeirra. Að því loknu eru tímaraðir tíu jarðskjálfta keyrðar á ólínulega líkanið og svörun skúfveggjarins skoðuð. Til að tryggja að tímaraðir skjálftanna séu af sömu stærðargráðu og upphaflega línulega svörunarrófið, sem hönnunarrófið er byggt á, þá voru búnar til tíu mismunandi gervitímaraðir sem eiga það allar sameiginlegt að hafa svörunarróf sem svipar til línulegs svörunarrófs EC8. Einnig eru þessar tíu tímaraðir keyrðar á línulega líkanið til viðmiðunar. Hlutfallið milli tímarraðargreiningarinnar á línulega og ólínulega líkönunum ætti að vera nálægt upphaflega hegðunarstuðullinum.

Samþykkt
15.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
AKS_fixed.pdf1,73MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna