is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3054

Titill: 
  • Tengsl hitastigs á Íslandi á árunum 1961-2009 við hnattrænar hitastigsbreytingar og NAO
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hnattræn hlýnun af mannavöldum er talin vera mikil ógn fyrir mannkynið í nálægri framtíð. Nákvæmar og áreiðanlegar upplýsingar um hitastig í fortíðinni eru nauðsynlegar til að geta spáð fyrir um þróun hitastigs í framtíðinni. Ísland er vel staðsett fyrir veðurfarsrannsóknir vegna staðsetningar landsins á mörkum kaldra og hlýrra loft- og hafsstrauma.
    Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl hnattrænna hitastigsbreytinga við hitastig á Íslandi á tímabilinu 1961-2009 og skoða hvort hitabreytingar hér við land eru óvenjulegar með tilliti til hitastigs síðustu þúsundir ára. Einnig var markmiðið að finna tengsl á milli Norður-Atlantshafssveiflunnar (e. North Atlantic Oscillation - NAO) og hitastig á Íslandi.
    Niðurstaða rannsóknarinnar er að hnattrænt hitastig yfirborðs og lofthjúps jarðar sýna í grófum dráttum sömu hitafarsbreytingar. Samkvæmt hitastig síðustu þúsunda ára eru nútíma hitastigsbreytingar á 20. öldinni ekki óvenjulegar. Ekki eru bein tengsl við NAO og hitastig hér við land, NAO getur bæði verið jákvætt og neikvætt í köldum árum og öfugt. Náttúrulegar sveiflur eru miklar hér við land.
    Ekki er eining meðal vísindamanna um þátts náttúrulegs breytileika veðurfars annars vegar og losun gróðurhúsalofttegunda mannkyns hinsvegar á hlýnun jarðar og hvað sé megin orsök hnattrænna veðurfarsbreytinga.

Samþykkt: 
  • 16.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3054


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kjg_bsritgerd_juni2009_fixed.pdf579.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna