ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3061

Titill

Samanburður á arðgreiðsluhlutföllum valinna íslenskra og erlendra banka á árunum 2003-2007

Útdráttur

Í ritgerðinni eru arðgreiðsluhlutföll íslensku bankanna Glitnis, Kaupþings og Landsbankans á árunum 2003 til og 2007 borin saman við arðgreiðsluhlutföll valinna banka á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Tilgangur ritgerðarinnar er að bera saman arðgreiðsluhlutföll íslensku bankanna á árunum fyrir hrun þeirra við erlenda banka. Markmiðið er að kanna hvort íslensku bankarnir hafi greitt meira af hagnaði sínum til hluthafa sinna í formi arðgreiðslna en bankar á Norðurlöndunum og í Bretlandi.
Fræðilegi hluti verkefnisins fjallar um arð og arðgreiðslustefnur og þau ólíku sjónarmið sem uppi eru um hvaða áhrif arðgreiðslur og arðgreiðslustefnur fyrirtækja hafa á verðmat þeirra og þann hluthafahóp sem laðast kann að viðkomandi fyrirtæki.
Verkefnið fólst í skrifborðsrannsókn þar sem ársreikningar 10 banka voru skoðaðir. Um var að ræða 3 íslenska banka, 5 norræna banka og 2 breska banka. Við rannsóknina var notast við megindlega rannsóknaraðferð þar sem ársreikningar bankanna á árunum 2003 til 2007 voru skoðaðir ásamt öðru fyrirliggjandi ítarefni er finna mátti um bankanna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að arðgreiðsluhlutföll íslensku bankanna á árunum 2003 til og með 2007 var lægra en hjá hinum norrænu og bresku bönkum sem til samanburðar voru. Arðgreiðsluhlutfall íslensku bankanna nam að meðaltali 20% á árunum 2003 til 2007. Glitnir var að meðaltali með 30% arðgreiðsluhlutfall, Kaupþing 17% og Landsbankinn 12%. Á sama tímabil nam arðgreiðsluhlutfall þeirra erlendu banka sem til skoðunar voru um 44%, rúmlega helmingi hærra en hjá íslensku bönkunum. Arðgreiðsluhlutfall Danske Bank var að meðaltali 48%, DnB Nor 46%, Handelsbanken 40%, Nordea 42% og SEB 37%. Arðgreiðsluhlutfall HSBC var að meðaltali 58% og hjá RBS var arðgreiðsluhlutfallið 39% að meðaltali. Arðgreiðsluhlutföll íslensku bankanna voru lægri en hjá erlendu bönkunum. Samkvæmt þeim gögnum sem skoðuð hafa verið við rannsókn þessa er helsta skýringin sú að íslensku bankarnir voru í miklum vexti á þeim árum sem voru til skoðunar. Samanburður á hagnaðaraukningu og aukningu á eigin fé benda til þess að íslensku bankarnir hafi kosið að nýta stærri hluta hagnaðar til frekari vaxtar heldur en hinir erlendu bankar sem til samanburðar voru.

Samþykkt
19.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd_Gudjon... .pdf640KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna