is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3063

Titill: 
  • Sálfélagsleg staða ungmenna sem koma til áfengis- og vímuefnameðferðar á Vog: Áhættuþættir og tengsl við meðferðarárangur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vímuefnavandi íslenskra ungmenn fer vaxandi og tæp 4% hvers árgangs leita meðferðar á Sjúkrahúsinu Vogi fyrir 20 ára aldur. Afleiðingar áfengis- og vímuefnaneyslu eru alvarlegar og stofna heilsu einstaklingsins í voða. Markmið rannsóknarinnar er að kanna sálfélagslega stöðu unglinga sem komið hafa til áfengis- og vímuefnameðferðar á Vogi árin 2000-2008 með það að markmiði að greina áhættuþætti og tengsl þeirra við meðferðarárangur. Um er að ræða aftursýna rannsókn á sjúkraskrárgögnum varðandi eftirfarandi atriði: sjúkdómsgreiningar, lengd og fjölda innlagna og upplýsingar um eftirtalda sálfélagslega þætti: einstaklingsþættir (geðheilsa, námsstaða, afbrot), fjölskylduumhverfi (uppeldisaðstæður, vímuefna/geðvandi innan fjölskyldu) og streituþættir (veikindi í fjölskyldu, ástvinamissir og áföll). Staða unglinga sem komu til meðferðar var borin saman við Hagstofuúrtak og var búist við að staða meðferðarhópsins væri lakari en hjá ungmennum almennt með tilliti til sálfélagslegra þátta. Því var spáð að verri staða á sálfélagslegum þáttum tengdist tíðari endurinnlögnum. Þátttakendur voru ungmenni á aldrinum 13 til 20 ára (N =1891), heildarfjöldi innlagna var 3999. Einnig var minna úrtak (n = 166) frá árinu 2007 notað til skoðunar á sálfélagslegum breytum. Niðurstöður gefa mynd af sálfélagslegri stöðu ungmenna er sækja meðferð á Vogi. Staða meðferðarhóps á sálfélagslegum þáttum var síðri en hjá unglingum almennt miðað við Hagstofutölur. Einnig var fylgni milli áhættuþátta og endurinnlagna á flestum þáttum sem skoðaðir voru. Í ljós kom að geðheilsa hefur mikið um meðferðarárangur að segja. Niðurstöður má nýta til að bæta forvarnarstarf.

Samþykkt: 
  • 19.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurdardottir_fixed.pdf335.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna