is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3064

Titill: 
  • Vestra-Gíslholtsvatn í Holtum. Túlkun kolefnisinnihalds í seti VGHV í ljósi umhverfisbreytinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Loftslagsbreytingar hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár, ekki síst í ljósi þess hversu örar breytingarnar hafa verið á síðustu öld. Tíu hlýjustu ár sem mælst hafa síðan mælingar hófust hafa orðið síðan 1997 og sjö af þeim síðan 2001.
    Stöðuvötn eru vel til þess fallin að nálgast upplýsingar um veðurfar fyrri tíma, þar sem setmyndunarhraðinn er að jafnaði frekar mikill og því mögulegt að fá háupplausnargögn úr seti stöðuvatna. Ýmsir þættir í stöðuvatnaseti eru mjög næmir fyrir veðurfarsbreytingum og bregðast fljótt við breytingum á hitastigi, svo sem lífrænt kolefni og lífrænn kísill. Með því að mæla kolefnismagn í seti er hægt að meta lífræna virkni sem verið hefur í vatninu á hverjum tíma fyrir sig, þó í sumum tilfellum standi kolefnið fyrir aðra þætti. Út frá niðurstöðum kolefnismælinga er svo hægt að meta breytingar á loftslagi og umhverfisaðstæðum sem ríkt hafa í nágrenni vatnsins.
    Setkjarninn VGHV08-1A-1B var tekinn úr Vestra-Gíslholtsvatni veturinn 2008 og voru gerðar á honum kolefnismælingar vorið 2009 ásamt því að segulviðtaksmælingar höfðu verið gerðar á kjarnanum. Bráðabirgða aldursmódel var gert fyrir kjarnann út frá þeim gjóskulögum sem sjáanleg voru og var elsti hluti aldursmódelsins miðað við Saksunarvatnsgjóskuna sem aldursett hefur verið upp á 10.200 ár almanaksár eða 9.100 kolefnisár. Markmið verkefnisins var að reyna að nota breytingar á kolefni til að segja til um umhverfisbreytingar á Nútíma eða síðustu 10.200 ár.
    Niðurstöður kolefnismælinganna gefa til kynna að vel sé hægt að sjá þær helstu breytingar í loftslagi sem vitað er um á Nútíma. Hlýindatímabil í upphafi Nútíma (Holocene Thermal Optimum) kemur fram frá 8.500 til 5.400 og frá 5.400 til 2.200 virðist sem kólnun komi fram (Neoglaciation) í gögnunum. Hlýindatímabil Miðalda kemur ekki glögglega fram í gögnunum vegna skorts á upplausn. Frá því fyrir 900 árum síðan og þar til fyrir 70 árum síðan er kolefnismagnið ögn lægra og ef kolefnið túlkar lífvirkni eingöngu bendir það til að þarna séu áhrif Litlu Ísaldarinnar að koma fram í setinu. Á síðustu 120 árum hefur kolefnið hækkað hratt og er það í samræmi við hlýnun 20. aldarinnar. Segulviðtaksmælingar sýna smá aukingu í flutningi bergmulnings til vatnssins fyrir um 1.000 árum og fram til dagssins í dag. Þetta gæti verið vísbending um aukið rof sem hefur orðið samfara landnámi Íslands en vegna skorts á gögnum er ekki hægt að staðhæfa það.

Samþykkt: 
  • 19.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3064


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
umhverfibreytinga_fixed.pdf1.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna