is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3070

Titill: 
  • Mismunandi réttarstaða aðila eftir sambúðarformi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu verður fjallað um þau þrjú mismunandi sambúðarform sem tíðkast í samfélagi okkar í dag. Þessi sambúðarform eru; hjúskapur, staðfest samvist og óvígð sambúð. Fyrst verður fjallað um hjúskap, tilurð, réttaráhrif og lok hans. Hjúskapur er það sambúðarform sem löggjafinn gerir hæst undir höfði. Við stofnun hjúskapar myndast ýmsar gagnkvæmar skyldur og réttindi á milli aðila, sem eru til þess fallnar að vernda hjúskapinn. Hjúskapur er það sambúðarform sem hvað lengst hefur viðgengist. Mjög hefur dregið úr því að einstaklingar kjósi að ganga í hjúskap, en vinsældir óvígðrar sambúðar hafa aukist að sama skapi. Þá verður fjallað um staðfesta samvist, tilurð, réttaráhrif og lok hennar. Staðfest samvist er nýjasta sambúðarformið í samfélagi okkar, en með tilkomu staðfestrar samvistar geta einstaklingar af sama kyni nú búið saman í vígðri sambúð, en það gátu þeir ekki fyrir tilkomu laga nr. 87/1996, um staðfesta samvist. Réttarstaða aðila í staðfestri samvist er á flestum sviðum sambærileg réttarstöðu aðila í hjúskap. Ennfremur verður fjallað um óvígða sambúð, tilurð, réttaráhrif og lok hennar. Óvígð sambúð er sambúðarform sem einstaklingar kjósa í stórauknum mæli. Það sem einkennir þetta sambúðarform er helst það að litið er á aðila sem tvo óháða einstaklinga. Engar gagnkvæmar skyldur eða réttindi eru á milli aðila og ráðstöfunarréttur einstaklinga í óvígðri sambúð er því mun rýmri en einstaklinga í hjúskap. Jafnframt verður fjallað um samanburð á réttarstöðu aðila í hjúskap og óvígðri sambúð. Verður sérstök áhersla lögð á það að reyna að finna hvar réttarstaða aðila er sambærileg og hvar greinir á. Að lokum verður þeirri spurningu svarað, hvort mismunur sé á réttarstöðu aðila í hjúskap eða óvígðri sambúð.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað.
Samþykkt: 
  • 22.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3070


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
loka_fixed.pdf581.81 kBLokaður"Mismunandi réttarstaða aðila eftir sambúðarformi"-heildPDF