is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3087

Titill: 
  • Sjálfsákvörðunarréttur þjóða : staða Grænlands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eins og titill ritgerðarinnar gefur til kynna fjallar hún um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og stöðu Grænlands með hliðsjón af þeim rétti. Þrátt fyrir að nærri hundrað ár séu liðin frá því að sjálfsákvörðunarrétturinn var fyrst til umræðu innan þjóðaréttarins og að hann hafi verið fastsettur sem ein af meginreglum þjóðaréttar í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, þá er rétturinn ákaflega óljós og vandskýrður. Meðal ríkja heims er hvorki ekki sammæli um hvað felist í sjálfsákvörðunarréttinum, né heldur réttur hverra hann er.
    Sjálfsákvörðunarrétturinn hefur fyrst og fremst verið skilgreindur sem réttur nýlendna, og síðar einnig sem réttur þjóða sem búa undir erlendum yfirráðum eða sæta arðráni, til að ákvarða til frambúðar stjórnskipan lands síns.
    Grænland var nýlenda Danmerkur, þar til landið var innlimað í danska ríkið með stjórnarskrárbreytingu árið 1953. Í ritgerðinni eru kringumstæður þeirrar innlimunar til skoðunar og áhrif hennar á stöðu og stjórnskipan Grænlands. Árið 1979 fékk Grænland heimstjórn og nú þrjátíu árum síðar bendir allt til þess að ný lög um sjálfstjórn Grænlands verði samþykkt og taki gildi í júní 2009. Heimastjórnarlögin og frumvarp til laga um sjálfstjórn Grænlands eru borin saman. Gerð er grein fyrir helstu breytingum sem verða þegar sjálfstjórnarlögin, verði þau samþykkt, taka gildi.
    Þá er skoðað hvort Grænlendingar teljist vera þjóð að skilningi þjóðaréttar og hvort þeir eigi sem þjóð rétt til sjálfsákvörðunar. Leitast verður við að skýra hvað sá réttur feli í sér fyrir Grænlendinga, er það réttur til innri sjálfsákvörðunar, til að fara með stjórn eigin mála innan dönsku ríkisheildarinnar eða réttur til ytri sjálfsákvörðunar og þar með réttur aðskilnaðar frá Danmörku? Felur sjálfsákvörðunarrétturinn í sér rétt til sjálfstæðis fyrir grænlensku þjóðina?

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 23.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3087


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heild_fixed.pdf720.98 kBLokaður"Sjálfsákvörðunarréttur þjóða: Staða Grænlands" - heildPDF
efnisyfirlit_fixed.pdf243.87 kBOpinn"Sjálfsákvörðunarréttur þjóða: Staða Grænlands" - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
heimildaskra_fixed.pdf180.99 kBOpinn"Sjálfsákvörðunarréttur þjóða: Staða Grænlands" - heimildaskráPDFSkoða/Opna