is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3095

Titill: 
  • Tengsl kaupmanna Almenna verslunarfélagsins og Íslendinga 1763-1774
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að skoða samskipti Íslendinga og kaupmanna Almenna verslunarfélagsins, sem starfaði á Íslandi á árunum 1764-1774.
    Ef rannsaka á hvernig Íslendingum og kaupmönnum kom saman þarf að skoða ýmislegt. Áhugavert er að sjá hvað mönnum þótti um verslunarfyrirkomulagið, en bæði fyrir og eftir tíð Almenna verslunarfélagsins var hér konungsverslun, sú fyrri starfaði í 5 ár en sú síðari í 13 ár. Á þessum árum, þ.e. á síðari hluta 18. aldar, var einnig farið að kanna möguleikann á frjálsri verslun sem og öðrum verslunarmátum. Í þessu samhengi voru kvartanir Íslendinga undan kaupmönnum skoðaðar. Íslendingar kvörtuðu gjarnan vegna óvandaðs verslunarvarnings eða of miklum innflutningi á munaðarvörum en of litlum á nauðsynjavörum. Að sama skapi kvörtuðu kaupmenn undan því að Íslendingar vönduðu vörurnar sem þeir seldu kaupmönnum ekki nægilega. Að auki þótti kaupmönnum Íslendingar stundum latir við sjósóknina, en fiskur var ein mikilvægasta útflutningsvara Íslendinga.
    Í samtímaheimildum má sjá ýmislegt um stöðu kaupmanna innan íslensks samfélags. T.d. eru áhugaverðir titlarnir sem mönnum voru gefnir í dómsskjölum s.s. Seigr. en kaupmenn báru gjarnan slíka titla. Íslenskir embættismenn voru áhrifamiklir í íslensku samfélagi á þessum tíma. Áttu þeir og kaupmenn í útistöðum, þessar deilur þeirra hafa hugsanlega smitað út frá sér og haft áhrif á íslenskan almúga. Kaupmenn kvörtuðu undan því að íslenskir embættismenn espuðu almúgan upp gegn sér. Nokkur munur virðist hafa verið á viðhorfi Íslendinga til kaupmanna eftir því hvort um almúgafólk eða embættismenn var að ræða.
    Verslunarleyfi Almenna verslunarfélagsins fylgdu nokkrir skilmálar. Þetta leyfi sýnir hvaða kröfur Íslendingar og kaupmenn gátu gert til hvors annars. Er í þessu leyfi ýmislegt fróðlegt s.s. það að verslunarfélagið skyldi veita verðlaun fyrir skipasmíðar o.fl. sem eflaust aflaði þeim vinsælda. En einnig fundust mörg dæmi þess að skilmálar leyfisins væru brotnir af kaupmönnum og Íslendingum. Hefur það eflaust valdið gremju þeirra á milli. Þegar hefur nokkuð verið skrifað um einokunartímann á Íslandi. Í þessari rannsókn verður leitast við að varpa nýju ljósi á þennan tíma.

Samþykkt: 
  • 24.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3095


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
18_fixed.pdf513.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna