ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3097

Titill

Hvað finnst foreldrum barna með hreyfihömlun um þjónustu sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og talmeinafræðinga? : mat á fjölskyldumiðaðri þjónustu

Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur. Annars vegar að kanna sjónarhorn foreldra hreyfihamlaðra barna á þjónustu sem börnin þeirra njóta og meta hversu fjölskyldumiðaða þeir telja hana vera. Hins vegar að kanna notagildi íslenskrar þýðingar og staðfæringar á matstækinu Mat foreldra á þjónustu (Measure of Processes of Care, MPOC). Rannsóknin byggði á megindlegri aðferð með tölfræðilegum niðurstöðum. Að auki var upplýsinga aflað í rýnihópaviðtali til að fá nánari útskýringar á niðurstöðum megindlegs hluta. Í megindlegum hluta voru þátttakendur 88 foreldrar hreyfihamlaðra barna með fötlunargreiningarnar heilalömun (CP), hryggrauf og tauga- eða vöðvasjúkdóma. Að fengnum niðurstöðum voru sex foreldrar valdir með hentugleikaúrtaki til að taka þátt í rýnihópaumræðu um efnið. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að foreldrarnir telja þjónustu sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og talmeinafræðinga fjölskyldumiðaða að vissu marki. Þjónustan byggist á virðingu og stuðningi og er samræmd og heildræn. Einnig eru foreldrar efldir í sínu hlutverki og fagfólkið vinnur í samvinnu við þá. Hins vegar er skortur á almennum og sértækum upplýsingum þeim til handa, m.a. um fötlun barnins, þjálfunaráherslur og hvar nálgast megi upplýsingar. Foreldrar yngri barna mátu þjónustuna að meðaltali hærra en foreldrar eldri barna þótt ekki væri marktækur munur þar á. Foreldrar barna á höfuðborgarsvæðinu svöruðu hærra en foreldrar barna á landsbyggðinni en marktækur munur reyndist einungis í flokknum „veita sértækar upplýsingar“. Þar að auki töldu foreldrar barna með CP þjónustuna meira fjölskyldumiðaða en aðrir. Niðurstöður í tengslum við notagildi matslistans Mat foreldra á þjónustu gefa til kynna að hann sé aðgengilegur og auðveldur í svörun. Innri áreiðanleiki allra flokka matslistans er 0,80-0,93 sem telst mjög gott. Rannsóknin varpar ljósi á mat foreldra hreyfihamlaðra barna á þjónustunni sem þeir og barnið njóta hjá sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum og talmeinafræðingum. Niðurstöðurnar geta nýst við skipulag og framkvæmd þjónustu við markhópinn.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað til júlí 2010

Samþykkt
24.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Meistararitgerd_UA2.pdf2,12MBOpinn Hvað finnst foreldrum barna með hreyfihömlun um þjónustu sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og talmeinafræðinga? - heild PDF Skoða/Opna
Titill og heimilda... .pdf257KBOpinn Hvað finnst foreldrum barna með hreyfihömlun um þjónustu sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og talmeinafræðinga? - heimildaskrá PDF Skoða/Opna