is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/310

Titill: 
  • Nú er ég svo gamall sem á grönum má sjá : þjóðsögur og hentugleiki þeirra í starfi með börnum í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er lokaverkefni til B.Ed gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í því er verið að rannsaka hentugleika þjóðsagna í starfi með börnum í leikskóla. Verkefnið hefst á inngangi höfundar. Í öðrum kafla er fjallað um þjóðsögur almennt, hvað þær eru og hvaðan þær eru upprunnar. Fjallað er stuttlega um Jón Árnason, einn þekktasta og umsvifamesta þjóðsagnasafnara Íslendinga. Ítarlegri flokkun hans á þjóðsögum er gerð skil og dæmi tekin af þekktum þjóðsögum og flokkun þeirra. Innihald þjóðsagna er skoðað og þar á eftir gerir höfundur grein fyrir því hvers vegna honum finnast þjóðsögur henta vel í starfi með börnum í leikskóla. Höfundur telur þjóðsögur hafa mikið uppeldisfræðilegt gildi vegna orða þeirra og orðtaka sem finnast í þeim og nýta má til að þroska mál og málskilning barna. Auk þess innihalda þær fjölbreyttan boðskap sem börn geta lært af.
    Þriðji kafli fjallar um rannsóknina sjálfa, sem er eigindleg þátttökurannsókn. Hún fór fram í leikskólanum Krógabóli á Akureyri um fjögurra vikna skeið. Þar leitaðist höfundur við að svara eftirfarandi spurningu: Henta þjóðsögur í starfi með börnum í leikskóla? Í byrjun kaflans segir höfundur frá undirbúningi að rannsókninni sem fólst meðal annars í vali á markmiðum og leiðum. Aðferðafræði höfundar er tíunduð en þar ber hæst uppeldisfræðileg skráning, gagnaöflun sem felur í sér skráningu og innihald. Næst á eftir fer rannsóknin sjálf og skiptist hún í fjóra flokka: samverustund (felur meðal annars í sér að börn sitja og hlusta á lestur eða sögur), hópastarf (börnum skipt niður í hópa og vinna þau að ólíkum verkefnum), söngstund og hreyfingu. Höfundur notaði þjóðsögur í starfi með börnum í þessum fjórum þáttum leikskólastarfsins.
    Í fjórða kafla birtir höfundur niðurstöður rannsóknar sinnar. Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að þjóðsögur eigi heima í leikskólum og henti vel vegna fjölbreytni þeirra og ríks innihalds. Kaflinn endar á gagnrýni höfundar.
    Í fimmta kafla eru umræður. Í þeim birtast vangaveltur höfundar um þjóðsögurnar og rannsóknina sjálfa, ásamt fleiru. Verkefninu lýkur með lokaorðum höfundar.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/310


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
egsvogamall.pdf563.84 kBTakmarkaðurNú er ég svo gamall sem á grönum má sjá - heildPDF
egsvogamall_e.pdf74.87 kBOpinnNú er ég svo gamall sem á grönum má sjá - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
egsvogamall_h.pdf116.45 kBOpinnNú er ég svo gamall sem á grönum má sjá - heimildaskráPDFSkoða/Opna
egsvogamall_u.pdf85.92 kBOpinnNú er ég svo gamall sem á grönum má sjá - útdrátturPDFSkoða/Opna