is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3115

Titill: 
  • Dagþjónusta á Akureyri fyrir einstaklinga með langvinna sjúkdóma af líkamlegum toga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Hlutfall þeirra sem glíma við langvinna sjúkdóma í heiminum fer ört vaxandi og hefur þjónusta við þá ekki náð að haldast í hendur við þjónustuþörf. Rannsóknir hafa sýnt að dagþjónusta getur haft jákvæð áhrif á líf einstaklinga, aukið á þátttöku þeirra í daglegu lífi og fjölgað hlutverkum, en einstaklingar með langvinna sjúkdóma upplifa oft breytingar á þessum þáttum. Tilgangur rannsóknarinnar er að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1. Hvernig er daglegu lífi einstaklinga á Akureyri með langvinna sjúkdóma af líkamlegum toga háttað með tilliti til áhugamála, vinnu og náms? 2. Hvaða þjónustu og hversu mikla fá einstaklingar með langvinna sjúkdóma af líkamlegum toga á Akureyri? 3. Hafa einstaklingar með langvinna sjúkdóma af líkamlegum toga áhuga á að nýta sér dagþjónustu á Akureyri? 4. Hvernig vilja þeir einstaklingar, sem hafa áhuga á að nýta sér dagþjónustu, að hún sé uppbyggð og í hversu miklum mæli vilja þeir að hún sé? Aðferð: Þátttakendur voru 28 einstaklingar sem greinst hafa með langvinna sjúkdóma af líkamlegum toga á aldrinum 40 ára til 66 ára og bjuggu á Akureyrarsvæðinu, 18 konur og 10 karlar. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð og var spurningalisti lagður fyrir þátttakendur. Upplýsingarnar voru settar inn í gagnagrunn sem útbúinn var fyrir rannsóknina þar sem rýnt var í breytur og þær bornar saman. Niðurstöður: Flestir þátttakendur voru að nýta sér þjónustu frá sveitarfélaginu, heimahjúkrun, heimaþjónustu eða aðra þjónustu. Fæstir voru í vinnu eða námi en margir áttu sér einhver áhugamál sem þeir sinntu þó mismikið. Fram kom að 20 af 26 einstaklingum, sem gáfu svör, höfðu áhuga á að nýta sér dagþjónustu á Akureyri ef hún væri í boði og voru flestir tilbúnir að greiða fyrir hana. Eins kom fram áhugi á að bjóða aðstandendum að taka þátt í starfsemi dagþjónustu. Ályktun: Niðurstöðurnar sýndu að á Akureyrarsvæðinu væri hópur einstaklinga með langvinna sjúkdóma sem hefði áhuga á að nýta sér dagþjónustu. Því gæti rannsóknin haft fræðilegt og hagnýtt gildi fyrir þróun þjónustuúrræða fyrir fullorðna einstaklinga með langvinna sjúkdóma af líkamlegum toga og eins til að veita hugmyndir að uppbyggingu við þróun þjónustunnar.

Samþykkt: 
  • 30.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3115


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagthjonusta_fixed.pdf984.56 kBOpinn"Dagþjónusta á Akureyri fyrir einstaklinga með langvinna sjúkdóma af líkamlegum toga" - heildPDFSkoða/Opna