is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3117

Titill: 
  • Halur er heima hver : upplifun aldraðra af heilsueflandi heimsóknum á vegum Akureyrarbæjar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í rannsókn þessari voru skoðaðar heilsueflandi heimsóknir til aldraðra á Akureyri. Takmörkuð vitneskja var um upplifun aldraðra af slíkum heimsóknum sem var megin ástæða fyrir framkvæmd rannsóknarinnar. Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur. Annars vegar að taka saman fræðilegar heimildir tengdar viðfangsefninu og hins vegar að fá upplifun aldraðra sem þegið hafa heilsueflandi heimsókn á vegum Akureyrarbæjar. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð til að leita svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: (1) Hver er upplifun aldraðra af heilsueflandi heimsóknum á vegum Akureyrarbæjar? (2) Að hvaða leyti nær þjónustan settum markmiðum? Þátttakendur voru valdir með markvissu úrtaki í samstafi við Búsetudeild Akureyrarbæjar. Þeir voru 12 talsins og var aldursbreiddin tvískipt, 75 til 84 ára og 85 ára og eldri. Tekin voru opin viðtöl við þrjár konur, þrjá karla og þrenn hjón sem öll bjuggu á Akureyri og áttu sameiginlegt að hafa þegið fleiri en eina heilsueflandi heimsókn frá Akureyrarbæ. Við gagnagreiningu var beytt opinni kóðun og stuðst við sniðmátun. Við greiningu á viðtölum urðu til tvö megin þemu og sex undirþemu. Fyrra megin þemað fékk heitið aukin lífsgæði og það seinna markvissari þjónusta. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að þjónusta til aldraðra á Akureyri er vel á veg komin með að mæta þörfum og auka lífsgæði þeirra. Þó má einnig túlka niðurstöðurnar á þann veg að þörf sé á að formfesta þjónustuna sem er í boði, gera hana skilvirkari og auka eftirfylgd með öldruðum. Helsti ávinningur heimsóknanna birtist í jákvæðari upplifun þátttakanda rannsóknarinnar.

Samþykkt: 
  • 30.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halur er heima hver....pdf1.88 MBOpinnPDFSkoða/Opna