is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3130

Titill: 
  • ,,Maður var búinn að tapa .. tapa slagnum" : upplifun eftirlifandi maka af því að vera umönnunaraðili og reynsla þeirra af þjónustu frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar sem er eigindleg var tvíþættur: 1) að varpa ljósi á upplifun maka af því að vera umönnunaraðili fyrir ástvin með krabbamein, 2) skoða reynslu af þjónustu frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) fyrir, við og eftir andlát maka, sem fengu þaðan líknandi meðferð.
    Rannsóknarspurningar: Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar:
    1) Hver er upplifun maka af því að vera umönnunaraðili fyrir ástvin með krabbamein?
    2) Hver er reynsla maka af þeirri þjónustu sem hann fékk á HSS; fyrir, við og eftir andlát ástvinar sem fengið hafði þar líknandi meðferð?
    Aðferð: Notuð var fyrirbærafræðileg rannsóknaraðferð samkvæmt Vancouver-skólanum í
    fyrirbærafræði. Tekin voru viðtöl við sex einstaklinga sem misst höfðu maka úr krabbameini, en einn þátttakandi kaus að draga þátttöku sína til baka. Eftir að viðtölin voru skrifuð upp voru þau greind í þemu.
    Niðurstöður: Greind voru tvö greiningarlíkön úr viðtölunum sem hvort um sig innihélt yfir- og undir þemu tengt hvorri rannsóknarspurningunni fyrir sig. Fyrsta yfirþemað í greiningarlíkani eitt var umönnun lífsförunautar-, og undir því þemun stuðningur og nýta tímann saman. Þema tvö var sorg og sorgarviðbrögð og undir því voru þemun tilfinningar aðstandenda fyrir og eftir andlát, fyrri missir og bjargráð. Síðasta þemað í greiningarlíkani eitt var styrkjandi þættir og undir því voru þemun fræðsluþarfir og leit í trú. Fyrra yfirþemað í greiningarlíkani tvö var þjónusta frá HSS og undir því voru þemun þjónustan í heild, mismunandi þörf fyrir eftirfylgd og andlátið. Seinna yfirþemað var samskipti við heilbrigðiskerfið og undir því voru þemun greiningarferlið og skipulag.
    Ályktanir: Upplifun maka af því að vera umönnunaraðili er mörgum þungbær. Meðrannsakendur voru í heildina ánægðir með þá hjúkrun sem þeir fengu, hvort sem var á legudeildinni eða frá heimahjúkrun. Það var þeim mikill styrkur í baráttunni að finna góðvild starfsfólksins í þeirra garð. Rannsakendur telja að sú þjónusta sem í boði er á Suðurnesjum fyrir maka og aðra aðstandendur sem misst hafa ástvin úr krabbameini, uppfylli oft ekki þarfir þeirra. Þessi hópur hefur þörf fyrir andlegan stuðning í formi fræðslu, allt frá greiningu sjúkdóms fram yfir andlát og formleg eftirfylgd þarf að vera til staðar.
    Lykilhugtök: Eftirfylgd, krabbamein, sorg, sorgarmeðferð, sorgarviðbrögð, umönnunarbyrði og umönnunaraðili.

Samþykkt: 
  • 30.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3130


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerðinBS_med_fylgiskjolumdocx[1].pdf1.59 MBOpinnRitgerð ásamt fylgiskjölumPDFSkoða/Opna
forsíðaII.pdf.doc.pdf43.71 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna