is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3136

Titill: 
  • Að fá og skilja upplýsingar : reynsla sjúklinga af þátttöku í undirbúningi og eftirmeðferð skurðaðgerðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka reynslu og skilning sjúklinga á þátttöku í undirbúningi skurðaðgerðar og eftirmeðferð á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
    Rannsóknarspurningar:
    1) Hvaða skilning leggja sjúklingar í hugtakið þátttaka í undirbúningi og eftirmeðferð skurðaðgerðar?
    2) Hver er reynsla sjúklinga af þátttöku í undirbúningi og eftirmeðferð skurðaðgerðar?
    3) Hvaða þættir styrkja og hamla þátttöku sjúklinga í undirbúningi og eftirmeðferð skurðaðgerðar?
    Aðferð: Notast var við aðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Tvö viðtöl voru tekin við sjö einstaklinga. Þau vélrituð og greind í þemu samkvæmt aðferðafræði Vancouver-skólans.
    Niðurstöður: Við greiningu gagna kom í ljós að reynslu sjúklinga af þátttöku í undirbúningi og eftirmeðferð skurðaðgerðar megi skipta í fjóra þætti (þemu): Að fá og skilja upplýsingar, sem var aðalþemað og grundvöllur fyrir hin þemun sem voru ákvörðunartaka, undirbúningur og að fylgja fyrirmælum. Einnig greindust styrkjandi og hamlandi þættir er höfðu áhrif á þátttöku sjúklinga. Styrkjandi þættir voru: Upplýsingar, tengsl og fyrri reynsla. Hamlandi þættir reyndust vera: Slæmt líkamsástand og skortur á upplýsingum. Það bar þó á því að nokkrum meðrannsakendum þætti umrætt fyrirbæri þ.e. þátttaka sjúklinga óljóst og höfðu ekki velt því fyrir sér.
    Ályktanir: Upplýsingar eru afar mikilvægar fyrir þátttöku sjúklinga samkvæmt okkar niðurstöðum og samræmist það niðurstöðum fjölda erlendra rannsókna. Niðurstöður okkar voru þó frábrugðnar öðrum rannsóknum að því leyti hve sterkt það að fylgja fyrirmælum og undirbúningur var tengt reynslu meðrannsakenda á þátttöku.
    Lykilhugtök: Þátttaka sjúklinga, skurðaðgerð, undirbúningur, eftirmeðferð, fræðsla, fyrirmæli, ákvörðunartaka, upplýsingar.

Samþykkt: 
  • 30.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
adfaogskiljaupplysingar_fixed.pdf2.76 MBOpinn"Að fá og skilja upplýsingar"-heildPDFSkoða/Opna