is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3143

Titill: 
  • Dygðir : gömlu gildin í kennslustofunni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi lokaritgerð er unnin til B.Ed.-prófs við Háskólann á Akureyri. Tilgangur hennar er að undirstrika mikilvægi siðmenntunar í skólum landsins sem oft á tímum á undir högg að sækja við hlið bóklegri faga. Aðaláherslan verður lögð á dygðir sem trygga undirstöðu í slíkri kennslu.
    Sagt er að tímarnir breytist og mennirnir með en þó hafa grunnþarfir mannsins tekið litlum breytingum gegnum aldirnar. Hinir grísku heimspekingar Sókrates, Platón og Aristóteles leituðu allir svara við lífshamingjunni og leiðinni að henni. Allir voru þeir sammála um dygðir sem vænlegan kost að því marki og í dag má finna uppeldisstefnur sem enn leita sömu leiða. Baumrind og Glasser hafa þannig sett fram skýra leið í uppeldi sem byggja á dygðum og leiða til sterkra eiginleika á borð við sjálfsöryggi, ábyrgðar, umhyggju og hugrekki.
    Kennarar hafa þeim skyldum að gegna að stuðla að alhliða þroska nemenda sinna, einnig hvað siðræn gildi varðar. Til að geta skipulagt kennslu á sem árangurríkastan hátt er skilningur á þroska barna mikilvægur en þroskasálfræðingar Piaget og Kohlberg hafa sýnt fram á að þroskinn gerist í nokkrum stigum. Með því að styðjast við kenningar þeirra geta kennarar gert sér í hugarlund um hvenær sé hentugt að leggja fyrir hin mismunandi verkefni og umræður er hæfa getu og aldri nemenda. Umhverfisáhrif á þroska barna koma vel fram í Vistfræðikenningu Bronfenbrenner og þar hefur skólinn mikið áhrifavald sem kennarar og starfsfólk ættu ekki að láta framhjá sér fara. Með faglegri þekkingu á þroska, uppeldi og áhrifavalda í lífi barnsins, ættu kennarar því vel að geta sinnt skyldum sínum um alhliða menntun.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dygðir.pdf423.73 kBLokaður"Dygðir: Gömlu gildin í skólastofunni" - heildPDF