is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3144

Titill: 
  • Myndmenntakennsla í grunnskólum : myndmennt á fræðilegum grunni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðhorf til kennslu í grunnskólum eru afar margbreytileg og á það ekki síður við um list- og verkgreinakennslu en kennslu annarra námsgreina almennt. Hugsjónir og hugmyndir manna eru margbreytilegar og mismunandi er hvað hver listgreinakennari hefur að leiðarljósi við skipulag listgreinakennslu. Líta má á myndlist sem heildræna námsgrein þar sem undirstöðu greinarinnar eru lagðir inn með verkefnum og umræðum. Einnig má líta á myndlist sem sjónræna kennslu þar sem meðal annars er verið að kenna nemendum hvernig á að lesa úr skilaboðum úr umhverfinu, að vinna að skapandi lausnarleit þar sem nemendur finna lausnir á verkefnum á skapandi og frumlegan máta. Aðalnámskrá grunnskóla hefur sínar áherslur sem ber að fara eftir og hafa sem viðmið, þar á meðal eru áfangamarkmið og lokamarkmið fyrir hverja grein. DBAE – fagmiðuð myndlistakennsla er leið til þess að nálgast myndmenntakennslu í grunnskólum og lýtur hún að fjórum grunnfögum listgreinarinnar, listsköpun, listrýni, listasaga og fagurfræði.
    Í leit að nálgun í myndmenntakennslu hefur DBAE vítt inntak og heildræna leið sem nær yfir alla þá þætti sem nauðsynlegt er að kenna til að dýpka sköpun, skilning, skynjun og velþóknun nemenda á listum, sem eru höfuðmarkmið DBAE. Í listsköpun er reynt að vinna úr hugmyndum, tilfinningum eða reynslu á úthugsaðan hátt í gegnum margvíslega listmiðla. Í listrýni er verið að túlka, meta og finna kenningar um listaverk til þess að auka skilning á þeim og velþóknun. Listasaga er kennd til þess að auka velþóknun og skilning á listum og listamönnum í gegnum tímans ás. Fagurfræði er heimspekigrein sem snýst um að upplifa fagurfræðilega reynslu og að spyrja spurninga varðandi listaverk, listamenn og list til þess að skilja eðli listarinnar. Á grunni fagmiðaðrar myndlistakennslu þarf námsmat í listum að vera margþætt til þess að hægt sé að meta þessa þætti og alhliða ferlismappa er gagnleg þar sem meðal annars listaverk nemenda, hljóð- eða myndbandsupptökur af nemendum að tala um listaverk, listrýniverkefni þar sem nemendur skoða umsagnir annarra og gera sínar eigin umsagnir um verk og fleira.

Samþykkt: 
  • 1.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3144


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
elinberglind_lokaritgerd_fixed.pdf212.91 kBOpinnMyndmenntakennsla á fræðilegum grunni - fagmiðuð myndlistakennslaPDFSkoða/Opna