is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3146

Titill: 
  • Foreldrasamstarf : hvað segja lögin?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða það hvernig foreldrasamstarfi er lýst í nýju grunnskólalögunum og Aðalnámskrá grunnskólanna. Tilgangurinn með ritgerðinni er að kafa dýpra í grunnskólalögin, skoða þætti sem snúa að foreldrum og hvers er vænst af þeim með nýju lagasetningunni.
    Í upphafi ritgerðarinnar er skólasaga Íslands skoðuð og helstu breytingar sem hafa orðið, frá því að fræðslulögin voru sett og til þess skólastarfs sem við þekkjum í dag. Einnig er fjallað um helstu skólaform sem tíðkuðust á fyrrihluta 20. aldarinnar, s.s. farkennslu, heimakennslu og heimavistarskóla og skoðað hvernig foreldrasamstarfi var háttað við þær aðstæður.
    Því næst verða grunnskólalögin skoðuð. Hvaða breytingar hafa verið gerðar á foreldrasamstarfi ef grunnskólalögin frá árunum 1995 og 2008 eru borin saman? Þar kemur glögglega í ljós að meiri ábyrgð er nú á foreldrum. Farið verður yfir það hvað lögin segja um foreldrafélög og skólaráð. Hver er þáttur foreldra í skólaráði og foreldrafélögum og hvað er hægt að gera til þess að stuðla að farsælu samstarfi heimila og skóla? Rannsóknir hafa sýnt að með góðu samstarfi á milli heimila og skóla eru meiri líkur á því að skólastarfið verði árangursríkara og í samstarfi verður auðveldara að taka á þeim verkefnum sem upp kunna að koma.
    Næst er vikið að Aðalnámskrá grunnskóla og hvað hún segir um hlutverk foreldranna. Hvað segir Aðalnámskrá grunnskóla um miðlun upplýsinga á milli skóla og heimila? Aðalnámskráin er mikilvægt upplýsingatæki sem ekki allir gera sér grein fyrir hve öflugt er.
    Að lokum er fjallað um rannsókn sem Charles Desforges gerði í Bretlandi og kenningar Joyce L. Epstein um foreldrasamstarf. Epstein telur mikilvægt að foreldrar og starfsmenn skóla séu í góðu og nánu samstarfi. Þá verði árangur nemendanna betri og því til mikils að vinna.

Samþykkt: 
  • 1.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3146


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð in_fixed.pdf498.8 kBOpinnForeldrasamstarf : Hvað segja lögin ? - heildPDFSkoða/Opna