ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3150

Titill

Agi og bekkjarstjórnun

Útdráttur

Efni þessarar B.Ed. ritgerðar er agi og bekkjarstjórnun. Við byrjum á því að fjalla um aga,
skoðum hvað agi er og hvernig hann er skilgreindur. Þá fjöllum við um hvað felst í
árangursríkri ögun og skoðum nokkrar aðferðir sem leiða ættu að henni. Ýmislegt þarf að
hafa í huga þegar aga á börn og verður fólk sennilega seint fulllært í þeim fræðum. Að þessu
loknu fjöllum við aðeins um aga í skólum og hvað hefur breyst í þeim málum. Til að ná fram
árangursríkri ögun í skólum er mikilvægt að hafa gott vald á bekkjarstjórnun og fjallar kaflinn
á eftir um það. Þá skoðum við hvað bekkjarstjórnun er og hvers vegna hún er svona
mikilvæg, hvers vegna kennarar þurfa að hafa vald á henni og skoðum þá spurningu hvort
það sé á færi allra kennara að ná góðri stjórn á bekknum sínum. Þá lítum við á nokkra þá
þætti sem stuðlað geta að góðri bekkjarstjórnun. Margt þurfa kennarar að hafa í huga ef þeir
ætla að halda góðum aga í sínum bekk og skipulag þarf að vera mjög gott. Þeir þurfa til
dæmis að undirbúa skólaárið vel. Í því felst t.d. að skipuleggja skólastofuna og skipuleggja
sig fram í tímann. Kennarar þurfa að skipuleggja hverja kennslustund, þó mismikill tími fari í
það, og þarf þá að hugsa þá vel út í upphaf, framvindu og lok kennslustundarinnar. Kennarar
þurfa að huga að því hvernig þeir ætla að setja upp bekkjarreglurnar og hvernig þeir ætla að
bregðast við hegðun nemenda, bæði æskilegri og óæskilegri. Samskipti kennara við
nemendur skipta miklu máli og þurfa þeir að velta því fyrir sér hvernig þeir koma fram við
nemendurna og hvernig þeir vilja að þeir komi fram við sig. Skoðað verður hvernig efla má
sjálfstraust nemenda þar sem slæmt sjálfsálit getur stuðlað að óæskilegri hegðun. Eins er
samstarf heimilis og skóla mikilvægt fyrir líðan og hegðun nemenda í skólanum og verður
einnig fjallað um þann þátt.

Samþykkt
1.7.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lokaritgerd_kolbru... .pdf400KBOpinn „Agi og bekkjarstjórnun“ - heild PDF Skoða/Opna