is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3159

Titill: 
  • „Ég ætla að verða sú fyrsta sem útskrifast ... í einhverju“ : brotthvarf stúlkna úr framhaldsskóla, kynlægar hindranir og framtíðardraumar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari kynni ég niðurstöður eigindlegrar rannsóknar sem byggðist á viðtölum við átta stúlkur sem höfðu stundað nám í framhaldsskóla. Ég leitaðist við að finna ástæður brotthvarfs stúlkna úr framhaldsskólum og hvort stúlkur mæti kynlægum hindrunum í skólakerfinu sem eigi þátt í brotthvarfi þeirra eða hafi áhrif á námsval og námsframvindu og verði þannig til þess að þær finni ekki atvinnuáformum sínum og framtíðardraumum stað í námsframboði framhaldsskólans.
    Stúlkurnar hættu allar námi í framhaldsskóla. Þær stóðu sig fremur illa í bóknámi í grunnskóla og gekk flestum sérlega illa í stærðfræði. Stúlkurnar reyndust allar hafa haft mikinn áhuga á verklegum greinum í grunnskólanum og stóðu sig mun betur í þeim greinum og höfðu því flestar áhuga á að komast í einhvers konar starfsnám á framhaldsskólastigi. Allar fengu stúlkurnar hvatningu til náms frá fjölskyldum sínum og hófu nám í framhaldsskóla þrátt fyrir takmarkaðan áhuga á framhaldsnámi hjá þeim sumum. Fimm af stúlkunum eignuðust börn mjög ungar og í öllum tilfellum hafði það áhrif á möguleika þeirra til að ljúka námi. Allar hyggjast stúlkurnar þó fara aftur í skóla og mikil eftirsjá kemur fram hjá þeim flestum að hafa ekki lokið námi sínu.
    Þótt niðurstöður þessarar rannsóknar séu ekki tæmandi hvað varðar þær ástæður sem valda því að íslenskar stúlkur hætta námi í framhaldsskóla, gefa þær þó vísbendingar um ástæður, þær eru helstar eru námsleiði og tilgangsleysi náms, skortur á stuðningi í skólanum, barneignir og takmarkað námsframboð á áhugasviði stúlkna.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa því vísbendingar um að námsframboð framhaldsskólanna veki ekki áhuga allra stúlkna, þær finni þar ekki endilega nám sem leiði til þeirra starfa sem þær stefna að eða hafi ekki komist í það nám, til dæmis sökum búsetu sinnar og/eða fjöldatakmarkana í viðkomandi námi. Til viðbótar við hið sýnilega brotthvarf stúlknanna leiðir því hugsanlega einnig af þessu dulið eða ekki viðurkennt brotthvarf stúlkna frá námi.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til júlí 2009.
Samþykkt: 
  • 2.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3159


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brotthvarf stúlkna úr framhaldsskóla_fixed.pdf308.42 kBOpinn„... ég ætla að verða sú fyrsta sem útskrifast ... í einhverju!“-heildPDFSkoða/Opna