ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3165

Titill

Umhyggja í skólastarfi

Útdráttur

Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er umhyggja. Rýnt verður í ýmsar kenningar um umhyggju
frá nokkrum fræðimönnum og má þar t.d. nefna Nel Noddings, Sigrúnu Aðalbjarnardóttur og
Lisu Goldstein. Umhyggja er víðförul og getur þýtt margt, allt frá því að vera hlýtt faðmlag í
það að beina barni á rétta braut. Ætla má að ekki sé nóg að kenna hinum fullorðnu að sýna
umhyggju, ungviðið þarf einnig að læra umhyggju, læra að sýna hana og að taka á móti henni.
Ég tek það einnig fyrir hversu mikilvægt það er fyrir kennara dagsins í dag, leikskólaog
grunnskólakennara að sýna umhyggju og að kenna umhyggju. Börnin eru okkar framtíð og
með umhyggjusöm börn í okkar framtíð, þá á heimurinn líklegast eftir að verða betri.
Kennarar eru vissulega með börnunum stóran hluta dagsins, en foreldrar þurfa einnig að huga
að þessu. Foreldrar sem góðar fyrirmyndir eru góðir kennarar.
Tilgangur ritgerðarinnar er að fá alla þá sem starfa eða tengjast börnum á einhvern
hátt, til að hugsa um umhyggju og þeirra þátttöku í henni. Umfjöllun mín leiddi það í ljós að
umhyggja er nauðsynlegur hluti af lífi hvers barns. Leikur er einnig stór hluti af umhyggju
barnsins. Börnin læra mikið í gegnum leikinn og með því að gefa þeim réttu tækifærin þá er
hægt að kenna mikið. Leikurinn er vissulega mismunandi eftir aldri og þroska og verðum við
að hafa það í huga.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
3.7.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lokaritgerd.pdf191KBLokaður Umhyggja í skólastarfi PDF