ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3166

Titill

Stærðfræði er leikur einn : fræðileg umfjöllun um stærðfræðinám yngri barna í gegnum leik og drög að þróunarverkefni

Útdráttur

Stærðfræði er vísindagrein sem fjallar um hvers konar stærðir og eiginleika þeirra. Stærðfræðinám er samfellt ferli og byrjar mjög snemma hjá börnum. Grunnhugtök stærðfræðinnar er að finna allsstaðar í kringum okkur. Einn mikilvægasti þáttur stærðfræðinnar er talnaskilningur sem er hugtak yfir það að hafa góðan skilning á tölum, merkingu þeirra og hvernig þær tengjast. Með því að byrja að vinna með stærðfræði á leikskólum og efla talnaskilning barna er grunnur lagður að frekara stærðfræðinámi.
Leikur er mjög mikilvægur í þroska náms, og er ein aðalleið barna til að læra. Leikurinn er eðlilegasta lífstjáning lítilla barna og því mikilvægt að gefa honum tíma og rúm í starfi leik- og grunnskóla. Með því að vinna með leikinn sem námsleið verður nám barnanna auðveldara.
Hugsmíðahyggja er námskenning sem leggur áherslu á að efla virkni, ábyrgð og sjálfstæði nemenda þar sem litið er á nemandann sem virkan þátttakanda í námi sínu.
Samkvæmt lögum um leikskóla ber menntamálaráðuneytinu að stuðla að þróunar- og tilraunastarfi í leikskólum, með því er verið að hvetja til virkni kennara í starfi og áframhaldandi þróunar í leikskólastarfi.
Stærðfræði er leikur einn er áætlun um þróunarverkefni fyrir deild elstu barna á leikskóla og hefur það að markmiði að efla formskynjun og talna- og hugtakaskilning barna í gegnum leikinn. Einnig er markmið kennara að þeir ígrundi starf sitt út frá starfenda-rannsóknum. Starfendarannsókn er eigindleg rannsóknaraðferð sem beinist að skoðun á innihaldi, hugmyndum og gildum skólastarfs. Þær eru taldar heppilegar til notkunar við skólarannsóknir þegar verið er að skoða nýjar kennsluaðferðir, kynna nýjar leiðir til náms og bæta starfshætti.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
3.7.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Urdrattur_fixed.pdf55,3KBOpinn Úrdráttur PDF Skoða/Opna
heimildaskra_fixed.pdf163KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
lokaritgerdheild_f... .pdf952KBLokaður Heild PDF