is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3168

Titill: 
  • Jafnrétti í leikskóla : hafa börn í fámennum leikskólum í dreifbýli á Íslandi jöfn tækifæri til menntunar og uppeldis, óháð kyni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til 180 eininga B.Ed.-prófs við kennaraskor Hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri.
    Efni ritgerðarinnar er kyngervi í leikskóla og er rannsóknaspurningin eftirfarandi: Fá börn í fámennum leikskólum í dreifbýli á Íslandi jöfn tækifæri til menntunar og uppeldis, óháð kyngervi?
    Í öðrum kafla ritgerðarinnar er fræðileg umræða um kyngervi, uppeldi og jafnrétti. Minnst er á hlutverk menntastofnanna í jafnréttisfræðslu. Skoðaðar eru rannsóknir, kenningar og fræðigreinar sem tengjast kynjajafnrétti og fagþróun kennara.
    Þriðji kafli ritgerðarinnar fjallar um rannsóknina sjálfa, spurningakönnunina og viðtöl sem höfundur framkvæmdi. Undirbúningur og framkvæmd verkefnisins er útskýrður. Í rannsókninni er notuð blönduð aðferðafræði, megindlegra og eigindlegra aðferða.
    Í fjórða kafla fer fram greining gagnanna. Spurningakönnun var send til sjö fámennra leikskóla í dreifbýli og viðhorf starfsmanna til kyngervis rannsakað. Einnig er athugað hvernig viðhorf þeirra speglast í daglegu starfi leikskólans, framkomu þeirra við börnin og hugmyndir þeirra til kynjafræði í námi kennara. Viðtöl voru einnig tekin við tvo leikskólastjórnendur til stuðnings skoðunarkönnunar og til dýpkunar efnisins.
    Í fimmta kafla eru niðurstöður ræddar og þær bornar saman við niðurstöður annarra rannsókna og fræðilega umræðu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að leikskólakennarar hafa áhuga á að starfa með jafnréttismál í leikskólum, þó svo að fæstir þeirra muni eftir jafnréttisumræðu í sínu námi. Þeir finna ekki fyrir áberandi kynjamisrétti í leikskólastarfinu en nefna mikilvægi þess að börn fái að njóta hæfileika sinna á eigin forsendum.
    The following research paper completes the requirements for a 180 credit B.Ed. degree from the department of education at the University of Iceland.
    The main focus of the research paper is gender and gender equality in preschool education. The primary research question is as follows: Do children in selected preschools in rural Iceland enjoy equality of education and child rearing irrespective of their gender?
    The second chapter of this research paper discusses gender, gender identity and equality from a theoretical perspective. The important role of institutions, such as schools and preschools is discussed in relation with professionalization and the preschool profession.
    The third chapter highlights the research methods used in the questionnaire survey carried out as part of this paper and the interviews taken. A mixed method of both quantitative and qualitative investigation is employed. A questionnaire was administered in seven preschools in Iceland and two interviews were taken to enrich analysis of findings.
    In the fourth chapter findings are presented, first from the data collected through questionnaires and secondly from the interviews.
    The findings of this research paper are discussed in chapter five. The findings show that preschool teachers are interested in working with issues concerning gender and gender equality, even though gender studies have not been part of a standard curriculum in preschool education in Iceland. Teachers report their work environment as being non-discriminatory and positive towards gender equality.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 3.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
birna_davidsdottir_2009_Bed.pdf424.8 kBLokaðurPDF