is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3169

Titill: 
  • Gleði og gaman í útikennslu : verkefnabanki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hin síbreytilega náttúra Íslands býður upp á mörg tækifæri til að upplifa og nema. Hver árstíð hefur sín sérkenni og allan ársins hring er hægt að upplifa eitthvað nýtt og spennandi í náttúrunni. Í þessari ritgerð verður fjallað um hugtökin útivera og útikennsla og gerð verður grein fyrir markmiðum og kostum slíkrar kennslu. Staðsetningu útikennslusvæðis verða gerð skil en mikilvægt er að velja góðan stað sem býður upp á fjölbreytta möguleika til náms. Fjallað verður um hlutverk kennarans og að hverju hann þarf að huga í tengslum við skipulag kennslunnar, en mikilvægt er að hann hafi áhuga á náttúrunni og fyrirbærum hennar og vandi vel til undirbúnings. Aðgangur að fjölbreyttum verkefnum til að vinna að í tengslum við útikennsluna er nauðsynlegur og því eru settar fram hugmyndir að verkefnabanka sem hægt er að nýta við slíka kennslu. Verkefnabankinn samanstendur af tuttugu verkefnum sem ætluð eru til útikennslu fyrir elstu börnin í leikskólanum Rauðhól en á vordögum 2009 var tekið í notkun útikennslusvæði leikskólans í Björnslundi. Það er því von höfundar að fleiri leikskólar sem hyggja á útikennslu geti nýtt sér verkefnabankann. Verkefnin taka mið af námssviðunum sem skilgreind eru í aðalnámskrá leikskóla en þau eru hreyfing, málrækt, myndlist, tónlist, náttúra og umhverfi, samfélag og menning. Verkefnin skiptast niður á árstíðarnar fjórar og tilheyra fimm verkefni hverri árstíð.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 3.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd_fixed.pdf214.42 kBLokaðurHeildPDF
ttur_fixed.pdf7.57 kBOpinnútdrátturPDFSkoða/Opna
pd_fixed.pdf12.43 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna