is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3177

Titill: 
  • Próffræðileg mæling á réttmætiskvörðum PAI persónuleikaprófsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta próffræðilega eiginleika réttmætiskvarða íslensku þýðingarinnar á PAI. Hentugleikaúrtak var notað við þessa rannsókn. Í úrtakinu voru 76 nemendur við Háskólann á Akureyri sem skipt var í þrjá uppgerðahópa. Einn hópurinn gerði sér upp geðklofa, annar hópurinn gerði sér upp þunglyndi og sá þriðji fyllti út prófið eins og um fegraða atvinnuumsókn væri að ræða. Prófinu var dreift í kennslustund og endurheimt nokkrum dögum síðar. 58 spurningalistar fengust til baka. Í lokaúrtaki voru 56 nemar, 41 kona, 12 karlar og 3 gáfu ekki upp kynferði sitt. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að réttmætiskvarðanir sýndu mikla hækkun meðal uppgerðarhópa miðað við stöðlunarúrtak Morey og meðaltal einstaklinga af geðsviði. Auðveldara var að ná klínískri greiningu þunglyndis en geðklofa, en skurðpunktur uppgerðarkvarða kemur betur auga á þyngri geðsjúkdóma eins og geðklofa. Sterk fylgni er milli réttmætiskvarða er meta góða og slæma ímynd og klínískra kvarða. Eins og sjá má þá sýna þessar niðurstöður að réttmætiskvarðar íslensku útgáfunnar hafi góða eiginleika þegar kemur að því að koma auga á uppgerð. Áframhaldandi rannsóknir á réttmætiskvörðum, sem og prófinu í heild, er mikilvæg til að skoða nánar próffræðilega eiginleika þess.

Athugasemdir: 
  • Verkefni lokað til júlí 2009
Samþykkt: 
  • 3.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3177


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Próffræðileg mæling á réttmætiskvörðum PAI persónuleikaprófsins.pdf317.06 kBOpinnMæling á réttmætiskvörðum PAIPDFSkoða/Opna