is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3182

Titill: 
  • Áhrif stjórnrótar á smit þunglyndis hjá hjónum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort stjórnrót (locus of control) einstaklings hafi áhrif á það í hversu miklu mæli hann finnur fyrir einkennum þunglyndis ef maki hans hefur slík einkenni. Talið var að konur yrðu fyrir meiri áhrifum af þunglyndi maka en karlar. Þátttakendur voru 118 pör sem voru fengin á vinnustöðum og í frístundahópum á Akureyri. Meðalaldur þeirra var 44 ár og höfðu pörin verið í sambúð allt frá einu ári til 49 ára. Íslensk útgáfa af þunglyndiskvarða Becks (BDI-II) og íslensk þýðing af ICI-stjórnrótarkvarða voru lagðir fyrir báða maka. Þegar einstaklingur telur útkomu hegðunar, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, vera háða hegðun hans og þess vegna á hans eigin valdi er hann talinn vera með innri stjórnrót (internal locus of control) (Rotter, 1975). Ef hann hinsvegar telur útkomu hegðunarinnar vera tilkomna vegna utanaðkomandi áhrifa er hann talinn vera með ytri stjórnrót (external locus of control). Einstaklingar með innri stjórnrót eru líklegri til að leita viðeigandi upplýsinga sem geta haft áhrif á hegðun í framtíðinni og sýna meiri hvöt til að reyna að breyta aðstæðum (Rotter, 1972). Þeir sýna meiri seiglu (resilience) (Cappella og Weinstein, 2001), nota virk bjargráð (coping strategies) og eru farsælli í tilraunum sínum til að stjórna aðstæðum (Millet, 2005; Myers og Booth, 1999). Rannsakendur ályktuðu að stjórnrót einstaklings hafi áhrif á þær leiðir sem hann velur til að takast á við þunglyndi maka og þar af leiðandi hversu þunglyndur einstaklingurinn verður ef maki hans er þunglyndur. Niðurstöður gáfu til kynna að því meiri innri stjórnrót sem einstaklingur er með þeim mun minni áhrifum verður hann fyrir af þunglyndi maka (p < ,05). Einnig sýndu niðurstöður að munur er milli kynja í þessu sambandi á þann veg að stjórnrót hefur meiri hlífandi áhrif á þunglyndi karla. Niðurstöður rannsóknarinnar studdu tilgátur rannsakenda.

Athugasemdir: 
  • Viðauki A er lokaður
Samþykkt: 
  • 6.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3182


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOK0276_BA_Margrét_Eiríksdóttir_Ranveig_Tausen_Skemma.pdf792.82 kBOpinnLokaritgerð í heild nema mælitækiPDFSkoða/Opna
LOK0276_BA_Margrét_Eiríksdóttir_Ranveig_Tausen_Skemma_Mælitæki.pdf98.92 kBLokaðurMælitækiPDF