ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3183

Titill

Stoltir eyjaskeggjar? : tengsl menningar og viðhorfa við þjóðernisstolt unglinga í evrópskum eyjasamfélögum

Útdráttur

Hnattvæðing undanfarinna áratuga hefur orðið þess valdandi að fólk af ólíku þjóðerni er víða í viðvarandi nábýli. Fjölmenning hefur rutt sér til rúms í áður rótgrónum menningarsamfélögum og víða hafa orðið grundvallar breytingar á félagsgerð og menningu þjóðfélaga. Í þessari rannsókn eru áhrif menningar og viðhorfa á þjóðernisstolt könnuð meðal 15–16 ára unglinga í fjórum evrópskum eyjasamfélögum; Kýpur og Möltu í Miðjarðarhafi og Færeyjum og Íslandi í Norður-Atlantshafi. Gögnin sem unnið er með eru fengin úr evrópsku vímuefnarannsókninni og ná til alls 14.070 eyjaskeggja. Gerð var aðhvarfsgreining á forspárþáttum þjóðernisstolts þar sem öll samfélögin voru tekin saman í eitt líkan. Til frekari samanburðar á áhrifum ólíkra forspárþátta voru jafnframt gerðar aðhvarfsgreiningar fyrir hvert samfélag fyrir sig. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að unglingar í Norður-Atlantshafi búa yfir meira þjóðernisstolti en unglingar í Miðjarðarhafi. Strákar eru marktækt stoltari en stelpur á Miðjarðarhafseyjunum á meðan ekki er slíkur kynjamunur á Norður-Atlantshafseyjunum. Á Möltu einni hefur efnahagsleg staða fjölskyldunnar áhrif á þjóðernisstolt. Aukinn stuðningur foreldra spáir alls staðar fyrir um aukið þjóðernisstolt og aðeins í Færeyjum mælist stuðningur vina ekki hafa áhrif á stolt unglinganna. Reynslan af því að hafa búið erlendis og fyrirætlanir um flutninga af landi brott til frambúðar spá fyrir um minna þjóðernisstolt. Unglingar á Miðjarðarhafseyjunum samsama sig frekar landssvæðinu sem þeir búa á og jafnframt í ríkari mæli Evrópu í heild. Þessir þættir spá fyrir um minna þjóðernisstolt. Rannsóknir hafa bent til þess að á tímum alþjóðavæðingar og Evrópusamruna kunni samsömun við einstök landssvæði og um leið álfuna í heild að koma í vaxandi mæli í stað samsömunar við einstök þjóðríki og þjóðerniskennd. Þessi rannsókn bendir til þess að slík þróun sé líklegri til að vera að eiga sér stað meðal ungs fólks á Miðjarðarhafseyjunum. Meðal eyjaskeggja í Norður-Atlantshafi mælist samsömun við eyjuna í heild hins vegar sterkari og þjóðernisstolt jafnframt meira. Samspil þessara þátta er hins vegar margþætt og þarfnast frekari rannsókna.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað til júlí 2009

Samþykkt
6.7.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
eyjaskeggjar_fixed.pdf822KBOpinn "Stoltir eyjaskeggjar? Tengsl menningar og viðhorfa við þjóðernisstolt unglinga í evrópskum eyjasamfélögum" PDF Skoða/Opna