is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3199

Titill: 
  • Hvaða forsendur gefa konur sér við val á fjárfestingum á markaði?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að varpa ljósi á hvaða forsendur konur gefa sér við val á fjárfestingum og lýsa þeirra upplifun af því hver munur kynjanna er þegar kemur að fjárfestingum.
    Við vinnslu þessa verkefnis framkvæmdi höfundur eigindlega rannsókn og tók viðtöl við fjóra kvenkyns fjárfesta. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru svo bornar saman við niðurstöður erlendra, fyrirliggjandi rannsókna.
    Þær forsendur sem fjallað er um eru: áhættuhegðun, ávöxtun, tími og tíðni viðskipta, samfélagsleg og siðferðisleg ábyrgð, þekking á starfsemi fyrirtækja og sjálfsöryggi.
    Vísbendingar eru um að konur séu áhættumeðvitaðri en karlar, þær nái svipaðri ávöxtun og karlar en vilji vita í hverju áhættan felst áður en þær taki ákvörðun um fjárfestingu. Þær leggi líka mikla áherslu á samfélags- og siðferðislega ábyrgð í fjárfestingum. Þekking á starfsemi fyrirtækja virðist ekki vera mikilvægur þáttur í ákvarðanatöku við fjárfestingar hjá konum. Vísbendingar eru einnig um að konur virðast ekki vera óöruggari þegar kemur að fjárfestingum en karlar á Íslandi þó svo rannsóknir erlendis gefi hið gagnstæða til kynna.

Samþykkt: 
  • 13.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3199


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
efnisyfirlit.pdf49.98 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf98.74 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Hvaða forsendur velja konur sér.pdf2.79 MBOpinnRitgerð heildPDFSkoða/Opna