ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3225

Titill

Hvað eru undirmálslán og hvaða áhrif hafa þau haft á hagkerfi heimsins?

Útdráttur

Verkefni þetta er lokaverkefni höfundar til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri.
Rannsóknarspurningin sem leitað er svara við er:
Hvað eru undirmálslán og hvaða áhrif hafa þau haft á hagkerfi heimsins?
Til þess að leita svara við rannsóknarspurningunni er aðdraganda undirmálslánakreppunnar gerð nokkur skil. Þar skoðaði ég mest tímabilið frá því rétt fyrir síðustu aldamót og fram til loka árs 2008. Erfitt var að finna tölulegar upplýsingar og önnur gögn í útgefnum bókum og ritum vegna þess hve lausafjárkreppan er nærri okkur í tíma. Því nýtti ég mér mikið þær leitarvélar og gagnasöfn sem mér stóðu til boða á heimasíðu Háskólans á Akureyri og í bókasafni hans.
Það er áhugavert að skoða frekar aðdraganda kreppunnar miklu, sem hófst árið 1929 og kenningar um það að fjármálakreppur megi sjá fyrir og því leitaði ég upplýsinga þar um og fjalla lítillega um það.
Helstu niðurstöður mínar eru þær að undirmálslán séu lán til aðila sem ekki er víst að séu borgunarmenn og sem eiga takmarkaðar eignir sem þjónað geti sem tryggingar. Þetta gerði lánastofnunum kleift að krefjast hærri vaxta. Lánveitendur komu sér undan ábyrgð með því að selja umrædd lán til fjárfestingarbanka sem settu þau saman í svokallaða skuldavafninga sem voru tryggðir gegn greiðslutapi og seldir fjárfestum.
Varðandi seinni hluta spurningarinnar álít ég að það sé nokkur einföldun að kenna undirmálslánum í Bandaríkjunum, einum og sér, um núverandi lausafjárkreppu. Vissulega var undirmálslánakreppan ein þeirra mistaka sem gerð hafa verið og átti sinn þátt í fallinu. En undirmálslánin voru bara einn liðurinn í röð atburða sem litið var á sem merkar nýjungar á fjármálamarkaði. Sem dæmi um þessar nýjungar má nefna skuldavafninga, lánahvata eins og enga útborgun eða vaxtagjalddaga og sölu áhættusamra skuldabréfa sem eftir að matsfyrirtæki höfðu flokkað sem örugg, voru seld sem slík.
Nýjungar sem fóru úr böndunum og hafa valdið fjármálakerfi heimsins ófyrirséðum skaða.

Samþykkt
20.7.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Gudmundur Eyjolfss... .pdf86,0KBOpinn Abstract PDF Skoða/Opna
Gudmundur Eyjolfss... .pdf129KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Gudmundur Eyjolfss... .pdf86,3KBOpinn Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Gudmundur Eyjolfss... .pdf630KBOpinn Heildarverkefni með dagbók PDF Skoða/Opna
Gudmundur Eyjolfss... .pdf80,2KBOpinn Útdráttur PDF Skoða/Opna
Guðmundur Eyjolfss... .pdf630KBOpinn Heildarverkefni PDF Skoða/Opna