ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3227

Titill

Hefur frammistöðumat merkjanleg áhrif á starfsánægju?

Útdráttur

Viðfangsefni þessa verkefnis er að kanna hvort jákvæð tengsl séu milli frammistöðumats og starfsánægju í fyrirtækjum. Könnun var gerð á starfsánægju og tengdum þáttum meðal starfsmanna Ísfjarðarbæjar. Bornir voru saman hópar sem hafa fengið frammistöðumat annarsvegar, og hins vegar þeir sem ekki hafa fengið slíkt mat. Niðurstöður rannsóknar sýndu merkjanleg jákvæð tengsl milli frammistöðumats og starfsánægju í flestum tilfellum en þó ekki afgerandi. Einnig kom í ljós að stærstur hluti starfsmanna telur að starfsmannasamtal milli starfsmanns og stjórnanda, sem er það frammistöðumat sem hefur verið tíðkað hjá Ísafjarðarbæ, sé gagnlegt og að það geti stuðlað að aukinni starfsánægju. Lagt er til að frammistöðusamtöl verði innleidd í allar stofnanir hjá Ísafjarðarbæ og jafnvel skoðaðar aðrar matsaðferðir eins og þvingað mat (normaldreifing) eða rituð umsögn.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað til júlí 2010

Samþykkt
20.7.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hefur frammistöðum... .pdf1,85MBOpinn "Hefur frammistöðumat merkjanleg áhrif á starfsánægju?"-heild PDF Skoða/Opna