is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/322

Titill: 
  • Útilistaverk á Akureyri og grenndarkennsla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.Ed. prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2005. Viðfangsefni ritgerðarinnar er tenging grenndarkennslu við útilistaverk á Akureyri. Ritgerðin skiptist í fjóra meginkafla. Fyrsti kafli fjallar um grenndarkennslu, hvernig hún kemur inn á ýmsa þætti í nærumhverfi nemenda svo sem menningu, sögu og náttúru. Komið er inn á hvernig grenndarkennslan styrkir sjálfsvitund nemenda og hvernig hún hefur verið notuð til að sporna gegn brottflutningi fólks af ákveðnum svæðum. Í öðrum kafla eru teknar fyrir kenningar Vygotskys um þroskasvæði nemenda og tengingu þess við vinnupalla aðferðir. Einnig er fjallað um Dewey, hugsmíðahyggjuna og áherslu Deweys á námi byggðu á reynslu nemenda. Að auki er komið inn á Gardner og fjölgreindakenningu hans. Í þriðja kafla ritgerðarinnar er umfjöllun um valin útilistaverk á Akureyri. Í upphafi þess kafla er hugleiðingar um hugtök sem tengjast listaumfjöllun og mikilvægi listasögu auk þess sem vitnað er til aðalnámskrár varðandi markmið í myndlistarkennslu. Í fjórða kafla er tekin fyrir tenging útilistaverka og umfjöllunar um þau við grenndarkennslu og fylgja tillögur að verkefnum með valin útilistaverk á Akureyri. Bent er á hvernig verkefnin falla að kenningum og aðferðafræði þeirra Vygotsky, Dewey og Gardner auk þess sem vísað er til tilmæla og markmiða aðalnámskrár í því sambandi. Tilgangurinn með þessari umfjöllun er tvíþættur; annars vegar að kanna þá sögu sem liggur á bak við útilistaverkin á Akureyri og hins vegar að tengja þá sögu við grenndarkennslu. Í ljós kom að mikil og fjölbreytileg saga er á bak við útilistaverkin á Akureyri, svo mikil að aldrei var möguleiki á að taka þau öll fyrir í þessari ritgerð. Farin var sú leið að velja úr verk sem tengjast sögu og menningu Akureyrar á einn eða annan hátt en reyndar var samt sem áður ekki hægt að taka öll þau verk fyrir sem falla undir slíka skilgreiningu. Þessi fjölbreytileiki í sögu verkanna gerir það að verkum að auðvelt er að tengja verkin við grenndarkennslu enda segja þau okkur margt um sögu Akureyrar og menningu.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/322


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
utilist.pdf708.94 kBOpinnÚtilistaverk á Akureyri og grenndarkennsla - heildPDFSkoða/Opna