is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3230

Titill: 
  • Alcoa í Fjarðabyggð: alþjóðafyrirtæki á Austfjörðum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin snýr að uppbyggingu álvers Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði og þeim áhrifum sem tilkoma þess hefur haft á sveitarfélagið Fjarðabyggð en einnig er horft til nágrannasveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs. Fjallað er um þau verkefni sem fyrirtækið og sveitarfélagið þurftu að vinna að við undirbúning og uppbyggingu álversins, samskipti þessara aðila og aðkomu ríkisvaldsins að verkefninu.
    Megintilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á það hvernig Fjarðaáls-verkefnið gekk fyrir sig út frá sjónarhóli beggja aðila. Hvaða þættir gengu vel, hvaða atriði hefði mátt gera öðruvísi eða betur og hvaða lærdóm megi draga af verkefninu.
    Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem beitt var hálfstöðluðum viðtölum við níu einstaklinga sem unnið hafa að Fjarðaáls-verkefninu og komu að samningaviðræðum og ákvarðanatöku varðandi verkefnið. Viðmælendur eru frá Alcoa, Fjarðaáli, Fjarðabyggð, Fljótsdalshéraði og ríkinu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að verkefnið hafi í heild gengið vel og í raun betur en menn bjuggust við fyrirfram. Alltaf er þó hægt að finna þætti sem má bæta og í niðurstöðum eru þessir þættir tilgreindir og jafnframt sá lærdómur sem draga má af verkefninu.
    Fjarðaáls-verkefnið er mikil lyftistöng fyrir samfélagið á Mið-Austurlandi og markar í raun nýtt upphaf í atvinnumálum í Fjarðabyggð. Íbúum svæðisins hefur fjölgað mikið, þeir eru bjartsýnni en áður fyrir hönd heimabyggðar sinnar og sjá framtíðina fyrir sér þar. Uppgangur er í verslun og þjónustu sem og framkvæmdum á vegum sveitarfélaganna og samfélagið hefur fengið á sig jákvætt og nútímalegt yfirbragð.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknarsjóður Fjarðabyggðar og Landsbanka Íslands
Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til jan. 2010
Samþykkt: 
  • 21.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3230


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Alcoa í Fjarðabyggð Alþjóðafyrirtæki á Austfjörðum“ -efnisyfirlit_fixed.pdf8.69 kBOpinnefnisyfirlitPDFSkoða/Opna
„Alcoa í Fjarðabyggð Alþjóðafyrirtæki á Austfjörðum“ -heimildaskrá_fixed.pdf32.4 kBOpinnheimildaskráPDFSkoða/Opna
„Alcoa í Fjarðabyggð Alþjóðafyrirtæki á Austfjörðum“ -útdráttur_fixed.pdf7.63 kBOpinnútdrátturPDFSkoða/Opna
„Alcoa í Fjarðabyggð Alþjóðafyrirtæki á Austfjörðum“ -heild_fixed.pdf1.08 MBOpinnmeginmálPDFSkoða/Opna