is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3235

Titill: 
  • Hagkvæmni endurbóta á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lykilorð: Endurbætur, botnvarpa, næmnigreining, núvirði, sjóðstreymi
    Lengi hefur staðið til að ráðast í lengingu og fleiri breytingar á Hrafni Sveinbjarnarsyni, til þess að skipið nýtist betur en það gerir í dag til þeirra veiða sem það stundar. Það þykir of mikill tími og kostnaður fara í það að sigla í land sex til átta sinum á ári til að landa úr skipinu, sökum þess hve litlar lestar þess eru. Fleira kemur til sem kallar á breytingar t.d. of litlir olíutankar, skipið lætur illa í sjó, aðbúnaður áhafnar er ekki nógu góður og einnig eru uppi hugmyndir að útbúa skipið til veiða með tveimur trollum.
    Verkefnið er þannig byggt upp að farið er í gegnum fjármálafræðin, sagt er frá skipinu, veiðarfærum og helstu veiðisvæðum, því næst er farið yfir skipafræðin og greindir eru kostnaðarliðir breytinganna á skipinu og þeir þættir sem sparast vegna breytinganna. Loks er fjallað um þær niðurstöður sem fengust og þær greindar.
    Sett er upp sjóðstreymi og núvirði fjárfestingarinnar reiknað. Helstu niðurstöður eru þær að við núverandi gengi ISK er núvirði fjárfestingarinnar neikvætt miðað við þær forsendur sem gefnar eru. Næmnigreining leiddi í ljós að gengi ISK gagnvart EUR er sá þáttur sem mest áhrif hefur á núvirði verkefnisins. Við það að ISK styrkist gagnvart EUR m 15 – 20 % verður núvirðið jákvætt. Olíuverð hefur líka áhrif þar sem stór hluti hagræðingar er olíusparnaður. Við u.þ.b 30 prósent hækkun á olíuverði er núvirði verkefnisins komið í plús. Í þessu útreikningum er gengið út frá því að engum veiðiheimildum verði bætt við, hagræðingin felst í færri dögum við veiðar til að ná sama afla og áður.
    Sá möguleiki er hins vegar fyrir hendi að skipið nýti þá veiðidaga sem sparast við breytingarnar til að koma með meiri afla að landi heldur en núverandi veiðiheimildir gefa til efni til. Til þess þarf að afla skipinu meiri veiðiheimilda eða flytja afla af öðrum skipum útgerðarinnar. Ekki verður farið nánar út í þá sálma í þessu verkefni.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 21.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3235


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SJR_fixed.pdf6.96 MBLokaðurHagkvæmni endurbóta á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255- heildPDF
Efnisyfirlit_fixed.pdf44.8 kBOpinnHagkvæmni endurbóta á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255 - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna