is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3238

Titill: 
  • Arðsemismat á kattafóðurframleiðslu : unnið fyrir fyrirtækið Murr ehf.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að gera arðsemismat á fyrirtækinu Murr ehf. sem sérhæfir sig í framleiðslu á kattafóðri. Ritgerðin segir frá sögu kattarins, líffræðilegar þarfir hans greindar og í kjölfarið útskýrt mikilvægi þess að kötturinn fái rétt samsetta fæðu daglega. Mjög nákvæmlega er rætt samstarf Murr ehf. við sláturleyfishafa, hráefnisval og framleiðsluferli vörunnar en segja má að lykill að vel heppnuðu fóðri byggi á þremur atriðum; hráefni, samsetningu hráefnis og meðhöndlun. Í ritgerðinni er kattafóðurmarkaðurinn á Íslandi greindur, þar sem atvinnugreinin sjálf, markhópur og samkeppnisaðilar eru teknir fyrir. Kostnaðarupplýsingar fást úr viðskiptaáætlun fyrirtækisins Murr ehf. og eru þær tölur notaðar til að finna út hvort arðbært sé að reka kattafóðurverksmiðju hér á landi miðað við núverandi aðstæður. Notast er við CAPM líkanið til að finna út ávöxtunarkröfuna svo hægt sé að reikna út NPV, IRR og MIRR.
    Helstu niðurstöður úr arðsemisútreikningum er að NPV er jákvætt miðað við uppgefnar forsendur frá fyrirtækinu og því hagstætt að stofna kattafóðurverksmiðju hér á landi. IRR og MIRR einnig jákvætt. Til þess að ná áætlaðri markaðshlutdeild þarf fyrirtækið að leggja meira í markaðssetningu, þar sem erfitt getur reynst fyrir nýtt fyrirtæki að koma inn á markað þar sem aðrir hafa náð fótfestu vegna vörumerkjatryggðar
    neytenda og takmarkaðs hillupláss verslana. Hinsvegar verður að taka fram að þegar hefur verið gerður sölusamningur við Bónus sem telst auðvitað stór áfangi.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 22.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3238


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
363ttir, 2009 lokaverkefni.pdf521.45 kBLokaðurPDF