ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/324

Titill

Sjálfsmynd unglinga og skólinn : hvernig er unnið með sjálfsmynd unglinga í tengslum við kynfræðslu í skólum

Útdráttur

Lokaritgerð þessi er unnin til B.Ed.-prófs við Háskólann á Akureyri, vorið 2005. Í ritgerðinni er gert grein fyrir helstu kenningum fræðimanna um sjálfsmyndina og hugtökum sem tengjast henni. Við skoðuðum námsefni sem til er og hvað aðalnámskrá grunnskóla segir um sjálfsmyndina. Að því loknu tókum við viðtöl við átta kennara í fjórum skólum á Akureyri og tvo skólahjúkrunarfræðinga.
Breytt kynhegðun unglinga hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Teljum við þessa breyttu hegðun tengjast sjálfsmynd unglinga. Skólinn spilar stórt hlutverk í lífi unglinga og því er tilgangur þessarar ritgerðar að leyta svara við rannsóknarspurningu okkar; Hvernig er unnið með sjálfsmynd unglinga í tengslum við kynfræðslu í skólum?
Niðurstöður rannsóknar okkar gefa til kynna að það fer eftir sérhverjum kennara hversu mikið er fjallað um sjálfsmyndina við nemendur. Mikið stendur um sjálfsmyndina í aðalnámskrá grunnskóla en námsgögn virðast ekki leggja jafn mikla áherslu á hana. Við samanburð skólanna virðist ekki vera samráð á milli þeirra hvað þetta varðar. Viðtöl voru tekin við skólahjúkrunarfræðinga til að athuga þátt þeirra í kennslu á sjálfsmynd og kynfræðslu í skólum.
Það er von okkar að ritgerð þessi verði til þess að vekja kennara og aðra til umhugsunar um mikilvægi sjálfsmyndarinnar því sterk sjálfsmynd á unglingsárum er góður grunnur fyrir framtíðina.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2005


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
sjalfsmynd.pdf611KBTakmarkaður Sjálfsmynd unglinga og skólinn - heild PDF  
sjalfsmynd_e.pdf117KBOpinn Sjálfsmynd unglinga og skólinn - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
sjalfsmynd_h.pdf150KBOpinn Sjálfsmynd unglinga og skólinn - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
sjalfsmynd_u.pdf119KBOpinn Sjálfsmynd unglinga og skólinn - útdráttur PDF Skoða/Opna