ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3246

Titill

Eru breytingar mælanlegar á kaupvenjum meðlætis eftir hrun?

Útdráttur

Ritgerð mín fjallar um rannsókn á því hvort breytingar mælanlegar hafi orðið á kaupvenjum viðskiptavina á meðlæti Kaffitárs. Markmið rannsóknarinnar er að komast að niðurstöðu um hvort breytinga sé þörf á meðlæti fyrirtækisins og verðlagi.
Rannsóknin var í formi spurningalista sem sendur var á öll kaffihús fyrirtækisins og einnig í tölvutæku formi á viðskiptamannalista þess. Flestir svarendur voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu þar sem kaffihús fyrirtækisins eru staðsett og var úrtakið 425 viðskiptavinir þess. Við tölfræðilega úrvinnslu rannsóknarinnar var notast við töflureikninn Excel.
Af úrtakinu voru 60,71% spurningalista nothæfir. Ef skoðaðar eru niðurstöður rannsóknarinnar þá sést að flestir viðskiptavinir fyrirtækisins eru nokkuð ánægðir með gæði og úrval meðlætis. Helstu ábendingar voru um verðlag og skammtastærð. Til þess að auka sölu meðlætis er nauðsynlegt að breyta þessum liðum og einnig úrvali þess.
Kaffitár hefur nú þegar gert breytingar út frá könnuninni og gaman yrði að fylgja þeim eftir með áframhaldandi rannsóknum.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
22.7.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lokaritgerd_fixed.pdf1,61MBLokaður "Eru breytingar mælanlegar á kaupvenjum meðlætis eftir hrun?"- heild PDF