ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3263

Titill

Frá hákarli til síldar. Atvinnu- og íbúaþróun í Árneshreppi á Ströndum 1850-1950

Útdráttur

Í þessari ritgerð ætla ég að skoða þær samfélagsbreytingar sem urðu í Árneshreppi
á tímabilinu 1850-1950, kanna þróun atvinnuskiptingar og íbúadreifingar og reyna að svara eftirfarandi spurningum. Hvaða áhrif höfðu breytingar í atvinnumálum
þjóðarinnar á íbúaþróun og -dreifingu í Árneshreppi? Hversu varanleg áhrif höfðu
umsvif síldaráranna á byggðaþróun í Árneshrepp? Hvers vegna varð engin frekari
þéttbýlismyndun í hreppnum eftir að vísar að þéttbýli höfðu orðið til á minnst þremur
stöðum?
Í þessum tilgangi mun ég vinna úr upplýsingum um fólksfjölda og atvinnustöðu
úr manntölum teknum á árunum 1850 til 1950, og úr tölum um fædda, látna, brottflutta
og aðflutta úr kirkjubókum 1852-1942. Ég mun notast við ýmsar greinar úr héraðsritinu
Strandapóstinum, auk bóka um sögu þessara staða má nefna bókina Hrundar borgir
eftir Þorstein Mattíasson, Strandamenn Jóns Guðnasonar, greinar úr safnritinu Strandir
2, og Strandamannabók Péturs Jónssonar frá Stökkum, og stuðningsrit þar sem það á
við. Þar að auki mun ég notast við hreppsbækur Árneshrepps sem geymdar eru á
Þjóðskjalasafni Íslands og á skrifstofu Árneshrepps. Einnig mun ég styðjast við
heimildarmenn frá Árneshreppi sem þekkja til einstakra þátta í ritgerðinni.

Samþykkt
27.1.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Thorsteinn_Hjaltas... .pdf1,89MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna