ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3264

Titill

Jafnréttisviðhorf íslenskra ungmenna og þróun jafnréttiskvarða

Útdráttur

Jafnréttisviðhorf íslenskra framhaldsskólanema voru könnuð, N = 382, við Menntaskólann í Kópavogi á aldrinum 16 til 23 ára. Viðhorf voru metin með spurningalista,sem var hannaður sérstaklega fyrir þessa rannsókn. Listinn samanstóð af 70 staðhæfingum. Þar af voru 17 staðhæfingar fengnar úr sambærilegum lista frá Morgan og félögum, LFAIS. Hinar 53 staðhæfingarnar voru unnar upp úr gögnum sem nemendur skólans unnu að í jafnréttisviku sem stóð yfir í skólanum.
Konur voru almennt með jákvæðara viðhorf til jafnréttis, en karlar. Konur voru meira fylgjandi kynjakvóta og jafnri skiptingu kynjanna varðandi umönnun barna en karlar. Karlar voru hins vegar með jákvæðara viðhorf til kláms, vændis og granns vaxtarlags fyrirsæta. Yngri nemendur voru hlynntari kynjakvóta en þeir eldri. Eldri nemendur voru hins vegar hlynntari jafnri skiptingu kynjanna varðandi umönnun barna. Aldur hafði áhrif á viðhorf karla til kláms. Þeir eldri, voru jákvæðari í garð kláms, en þeir yngri. Viðhorf karla til kláms varð jákvæðara eftir því sem tekjur með námi hækkuðu. Þegar könnuð voru áhrif mánaðarlegra sumartekna kom ekki fram munur. Engin tengsl komu fram milli stjórnmálaafstöðu og viðhorfa til jafnréttis, né heldur milli námbrautar og viðhorfa nemenda til jafnréttis.
Tillögur voru gerðar að frekari rannsóknum á þessu sviði með stærra og fjölbreyttara úrtaki.

Samþykkt
20.10.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Solveig_og_Katrin_... .pdf976KBLokaður Heildartexti PDF