ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3268

Titill

Nýja þolmyndin. Fyrsta þolmyndun barna?

Útdráttur

Í þessari ritgerð er fjallað um setningagerð sem talin hefur verið nýlunda í íslensku.
Þessi setningagerð hefur verið nefnd nýja þolmyndin þó menn greini á um formgerð
hennar. Í stórum dráttum má skipta ritgerðinni í tvo hluta. Annars vegar er nýju
þolmyndinni lýst með hliðsjón af máldæmum sem ég hef safnað í hálft annað ár og
tveimur stórum könnunum sem lagðar voru fyrir á landsvísu. Þetta eru könnun
Sigríðar Sigurjónsdóttur og Joan Maling á nýju þolmyndinni í unglingamáli, sem lögð
var fyrir 1999-2000 og könnun í umsjá Höskuldar Þráinssonar sem nýlega er lokið og
nefnd hefur verið Tilbrigði í setningagerð. Hins vegar verða hugmyndir fræðimanna
um nýju þolmyndina sem fyrstu þolmyndun barna teknar til athugunar. Í því skyni var
lögð könnun fyrir 48 börn á aldrinum fjögurra til sjö ára. Vegna þess að úrtakið er
ekki tölfræðilega marktækt er ekki hægt að alhæfa neitt út frá niðurstöðum
könnunarinnar. Þó benda þær til þess að nýja þolmyndin sé fyrsta þolmyndun barna
nú til dags, a.m.k. af áhrifssögnum. Um svipað leyti og börn byrja að mynda nýju
þolmyndina, fara þau líka að mynda ópersónulega þolmynd. Það kemur ekki á óvart
enda eru þessar formgerðir mjög líkar. Þessar fyrstu þolmyndarsetningar einkennast af
því að börnin nota merkingarbæru orðin og sleppa þeim sem eingöngu er ætlað að
þjóna formgerðinni, þ.e. merkingarlausa leppnum það og hjálparsögninni vera. Þá
bendir könnunin til þess að þolmynd sé ekki mjög virk í barnamáli fyrr en um 6-7 ára
aldur. Yngstu börnin tóku germynd fram yfir þolmynd í 90% tilvika. Það þarf þó ekki
að þýða að börnin hafi ekki nýju þolmyndina í máli sínu. Germynd býður hins vegar
upp á ótal möguleika á svari og börn nota hana frekar framan af. Með hækkandi aldri
jókst hlutur þolmyndar, ekki síst nýju þolmyndarinnar. Hefðbundin þolmynd byrjar
síðan að skjóta upp kollinum um það leyti sem nýja þolmyndin virðist vera virkust.
Trúlega eykst hlutur hennar svo jafnt og þétt, á kostnað nýju þolmyndarinnar.
Kannanir sem lagðar hafa verið fyrir eldri börn benda einmitt til þess.

Samþykkt
20.10.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Asbjorg_Benediktsd... .pdf6,68MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna