is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3273

Titill: 
  • The East-Side Gallery í Berlín. Veggmyndir og veggjakrot: „Lifandi“ listmiðill í almannarými
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Berlínarmúrinn var sýnilegt tákn kalda stríðsins og skipti upp Berlín og Þýskalandi á áþreifanlegan hátt. Í Vestur-Berlín notaði almenningur múrinn sem miðil fyrir hverskyns tjáningu gagnvart ríkjandi fyrirkomulagi stjórnvalda. Múrinn var hins vegar óaðgengilegur almenningi í Austur-Berlín því hans var vel gætt af vopnuðum vörðum. Þegar hann féll vildu nokkrir listamenn upphefja minningu hans með því að nýta sér múrinn sem miðil fyrir listsköpun sína. Til varð The East-Side Gallery sem í dag er eitt stærsta útigallerí í heimi, en það samanstendur af 105 listaverkum sem í dag eru í æði misjöfnu ásigkomulagi.
    Í þessari ritgerð verður sagt frá tilurð The East-Side Gallery, og reynt að leitast við að svara því hvort hlutverk þess hafi breyst í áranna rás innan almannarýmis Berlínarborgar. Stuðst verður við kenningar ýmissa fræðimanna um vegglist, veggjakrot (graffiti), skemmdarverk, borgaraleg rými og þörf mannsins til þess að tjá sig.
    Í fyrsta hluta verður farið hratt yfir sögu Berlínarmúrsins. Fjallað verður ýtarlega um The East-Side Gallery m.a. með hliðsjón af viðtali sem höfundur ritgerðar tók við listamanninn Kani Alavi, stjórnanda og stofnanda Künstlerinitiative East-Side Gallery. Einnig verður fjallað nánar um nokkur verk gallerísins og mynddæmi notuð þeirri umfjöllun til stuðnings.
    Annar hluti fjallar um vegglist og graffiti eða veggjakrot. Leitast verður eftir að staðsetja þessi fyrirbæri innan listrænnar og listsögulegrar orðræðu. Tekin verða nokkur dæmi um veggjakrot og veggmyndir í almannarými Reykjavíkurborgar til útskýra nánar þessi hugtök. Ýmsar kenningar um vegglist, graffiti, veggjakrot og list í almannarými verða kynntar til sögunnar og verða síðan nýttar til að varpa ljósi á stöðu The East-Side Gallery.
    Í fjórða og síðasta hluta ritgerðarinnar verður aftur komið að Berlínarmúrnum og The East-Side Gallery. Vegglist og graffiti/veggjakrot fyrir fall múrsins verður skoðað út frá hinum ýmsu hugmyndum um list á þeim tíma.
    Að lokum verður svo leitast við að komast að niðurstöðu um hvert hlutverk og tilgangur The East-Side Gallery sé í dag með hliðsjón af áður kynntum hugmyndum um vegglist, graffiti/veggjakrot, skemmdarverk og list í almannarými.

Athugasemdir: 
  • Vantar forsíðu/titilsíðu
Samþykkt: 
  • 20.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3273


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asgerdur_Juliusdottir_fixed.pdf4.42 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna