ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3282

Titill

Hrafnistusögur. Af bændum og hálftröllum

Útdráttur

Ritgerð þessi fjallar um fornaldarsögur Norðurlanda, með sérstakri áherslu á fjórar sögur er segja frá mönnum sem ættaðir eru frá Hrafnistu fyrir norðan Þrándheim í Noregi: Ketils saga hængs, Gríms saga loðinkinna, Örvar-Odds saga og Áns saga bogsveigis. Þessar sögur fylgjast gjarnan að í handritum, einkum fyrstu þrjár, en það bendir til þess að Íslendingar á miðöldum hafi litið svo á að þær ættu saman. Í ritgerðinni er leitast við að skýra hvers vegna það var og sett fram sem tilgáta að það sé vegna þess að Hrafnistumenn voru í senn forfeður margra Íslendinga og af bændaættum. Þeir stóðu því nær Íslendingum en margar aðrar hetjur úr fornöld og þess vegna gætu þeir haft sérstakan áhuga á sögum um þá og flokkað þær saman. Til að færa rök fyrir þessari tilgátu var fjallað almennt um fornaldarsögur og svo nánar um sögur af Hrafnistumönnum. Hver saga var rædd sérstaklega en jafnframt voru þær bornar saman, bæði til að draga fram sameiginleg einkenni þeirra og hvað ólíkt væri með þeim. Enn fremur var leitast við að greina í þeim hugmyndafræði og þemu sem höfðu sérstaka þýðingu fyrir Íslendinga á 13. og 14. öld, þ.á m. blendin afstaða til konungs eftir að Ísland varð hluti af hinu norska konungsríki.

Athugasemdir

Vantar forsíðu/titilsíðu

Samþykkt
15.10.2008


Skrár
NafnHækkandiStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Svanfridur_Oskarsd... .pdf778KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna