ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3293

Titill

Mat á starfstengdri sí- og endurmenntun ríkisstarfsmanna. Starfsemi fræðslusetursins Starfsmenntar

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar er að greina hvernig starfstengd sí- og endurmenntunarþörf hjá ríkisstofnunum og ríkisstarfsmönnum er metin með hliðsjón af greiningarramma Blanchard og Thacker. Það er gert með því að skoða Fræðslusetrið Starfsmennt sem mörg aðildarfélög stéttarfélaga ríkisstarfsmanna og fjármálaráðuneytið standa að. Rannsökuð er þátttaka Starfsmenntar í fræðslumálum nokkurra ríkisstofnana og sí- og endurmenntun ríkisstarfsmanna sem hafa sótt hana þangað.
Tekin voru viðtöl við þrjá stjórnendur Fræðslusetursins Starfsmenntar og fjóra stjórnendur fræðslumála hjá ríkisstofnunum auk fjögurra ríkisstarfsmanna sem sótt hafa sí- og endurmenntun hjá Starfsmennt. Við greiningu gagna var beitt sífelldri samanburðaraðferð (e. constant comparative method). Gögnin voru skoðuð og borin saman meðan á rannsókninni stóð.
Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta að Starfsmennt sinnir því hlutverki sínu að meta fræðsluþörf fyrir margar ríkisstofnanir, einkum smærri stofnanir sem ekki hafa burði til að sinna því verkefni sjálfar en það er eitt af hlutverkum mann¬auðs-stjórnunar fyrirtækja og stofnana. Í flestum tilvikum eru námskeið á vegum Starfs-menntar launatengd og haldin á dagvinnutíma.
Mat á árangri fræðslu eða sí- og endurmenntun er ómarkvisst hjá Starfsmennt og ríkisstofnunum. Þátttakendur á námskeiðum Starfsmenntar telja að Starfsmennt þurfi að kynna starfsemi sína betur. Flestir viðmælendur vilja sjá Starfsmennt verða fræðslumiðstöð allra hópa ríkisstarfsmanna.
Viðmælendur telja starfstengda sí- og endurmenntun mikilvæga fyrir starfsemi stofnana og fyrir starfsmenn. Þeir telja að starfstengd sí- og endurmenntun skili sér í starfsánægju, aukinni starfshæfni starfsmanna og aukinni framleiðni og skilvirkni fyrir stofnanir.

Samþykkt
31.1.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Kristin_Helga_Gudm... .pdf47,4KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Kristin_Helga_Gudm... .pdf469KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna