is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3294

Titill: 
  • Meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Mat á hagnýtu og fræðilegu gildi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessa verkefnis, sem fram fór á haustmisseri 2008, er að leggja mat á hagnýtt og fræðilegt gildi MPA-náms við Háskóla Íslands. Matið byggist meðal annars á spurningalistakönnun sem send var á alla brautskráða úr námi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands frá upphafi.
    Niðurstöður könnunarinnar eru að mestu leyti jákvæðar. Þær sýna að námið uppfyllir markmið og væntingar flestra nemenda. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að nemendur telji námið hæfilega fræðilegt og að það gagnist þeim vel í starfi. Greina mátti ánægju með skipulagið og aðstandendur námsins. Þó voru ekki allir á einu máli um ágæti þessara þátta. Helstu veikleika námsins mátti greina í þáttum eins og innihaldi vissra námskeiða, námsmati og kennsluaðferðum og að lokum í fjarnáminu.
    Skoða má áherslur í náminu út frá niðurstöðum könnunarinnar. Þær benda til þess
    að nemendur vildu gjarna fá meiri kennslu í nokkrum greinum og að kennslu í tveimur greinum hafi verið ábótavant. Einnig má taka til skoðunar hvort rétt sé að auka kröfur til stjórnenda hjá hinu opinbera frá því sem nú er og gera þá jafnvel hluta af MPA-námi eða öðru sambærilegu námi að skyldunámi fyrir þennan hóp. Að lokum er rétt að íhuga áherslur og uppbyggingu í fjarnáminu. Það má efla og bæta frá því sem nú er. Þegar horft er yfir sögu námsins hér á landi er ljóst að mikil áhersla hefur verið á að þróa námið og efla það. Þannig hefur námið tekið stórfelldum breytingum á þeim sex árum síðan byrjað var að kenna það. Þær breytingar sýna að mikill metnaður ríkir meðal forsvarsmanna námsins.

Samþykkt: 
  • 31.1.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3294


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rosa_Gudrun_Bergthorsdottir_fixed.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna