is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3313

Titill: 
  • Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. Staða og framtíðarhorfur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig stjórnendur stærri fyrirtækja á Íslandi
    skilgreina samfélagslega ábyrgð (corporate social responsibility) og hvort fyrirtækin
    hafi skriflega stefnu í málaflokknum sem unnið er eftir. Einnig verður leitast við að
    svara þeirri spurningu hvort samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja muni fá athygli stjórnenda
    í kjölfar efnahagsþrenginga eða hvort þeir muni fyrst og fremst skara eld að eigin
    köku og draga úr framlögum fyrirtækja sinna til samfélagsins. Lagt verður mat á
    hvaða málaflokkar hafa skipt mestu máli til þessa og hvort þátttakendur í rannsókninni
    telji að áherslubreytinga verði vart á næstu tveimur árum.
    Notuð var megindleg rannsóknaraðferð og spurningalisti lagður fyrir í gegnum síma.
    Rannsakandi átti samtal við viðmælendur sem nær út fyrir spurningalistann og er
    rannsóknin því að hluta til eigindleg. Spurningalistinn samanstóð af 24 spurningum
    sem settar voru saman af rannsakanda. Spurningalistinn var byggður á fyrri
    rannsóknum um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og þeim fræðum sem lögð voru til
    grundvallar í ritgerðinni.
    Helstu niðurstöður voru þær að stærri fyrirtækin sem tóku þátt í rannsókninni hafa
    frekar sett sér skriflega stefnu, þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð, það skiptir þau
    meira máli að starfið sé sýnilegt og þau hafa frekar ákveðinn starfsmann til að sinna
    samfélagsmálum í þágu fyrirtækisins. Stærri fyrirtækin vinna frekar með
    hagsmunasamtökum, stjórnvöldum eða öðrum hagsmunaaðilum heldur en minni
    fyrirtækin. Stærri fyrirtækin eru einnig líklegri til að finna fyrir þrýstingi til að sinna
    samfélagslegri ábyrgð og tengja samfélagsverkefni sín miklu frekar meginstarfsemi
    fyrirtækisins en þau minni.
    Stærri fyrirtækin eru því líklegri til að öðlast meiri ávinning af samfélagsábyrgð sinni
    en þau minni. Niðurstöður bentu til þess að viðmælendur rannsakanda telji að ekki
    hafi verið lögð nægilega mikil áhersla á gegnsæi, heiðarleika og sanngirni og jöfnun
    launa í samfélaginu en telja jafnframt að þessir málaflokkar muni fá aukið vægi á
    næstu tveimur árum.

Samþykkt: 
  • 4.2.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3313


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Harpa_Dis_Jonsdottir_fixed.pdf823.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna