is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3316

Titill: 
  • Vaxtarstefna Marels og Össurar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni mitt í meistaranámi í Fjármálum fyrirtækja við Háskóla Íslands. Vægi verkefnisins er 30 ETCS einingar og Gylfi Magnússon, dósent, var leiðbeinandi minn við gerð hennar. Í ritgerðinni er lagt mat á vaxtarstefnu Marels og Össurar og þann árangur sem náðst hefur í kjölfar mikils vaxtar félaganna frá árinu 2000. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er: Hefur Marel Food Systems hf. og Össuri hf. tekist að bæta rekstrarárangur sinn og auka verðmæti hluthafa sinna samhliða miklum vexti á þessari öld? Ritgerðin byggir á opinberum upplýsingum, aðallega ársreikningum og árshlutareikningum félaganna.
    Vöxtur Marels og Össurar hefur verið gríðarlegur á þessum áratug og að mörgu leyti er vaxtarstefna fyrirtækjanna svipuð. Á þessari öld hefur Marel yfirtekið þrjú stór fyrirtæki og Össur sex. Rannsóknin byggir á kennitölugreiningu og þróun á hlutabréfaverði félaganna. Megin niðurstöður er þær að vaxtarstefna Össurar hafi verið árangursrík og vel hafi tekist að bæta rekstrarárangur á þessum áratug. Það er mat höfundar að Marel samstæðan sé orðin leiðtogi í atvinugrein sinni eftir yfirtökuna á Stork Food Systems, vaxtarstefna fyrirtækisins hafi tekist vel og að rekstrarárangur Marels á árinu 2008 gefi góð fyrirheit um framhaldið, en helsta verkefni fyrirtækisins er að bæta framlegðina, sem hefur verði nokkuð ábótavant í gegnum tíðina.

Samþykkt: 
  • 4.2.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3316


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Palmi_Reyr_Isolfsson_fixed.pdf1.34 MBLokaðurHeildartextiPDF