is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3317

Titill: 
  • Does Individual Income affect Health Production in Iceland?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur og markmið: Það er vel þekkt að samfélagslegir og efnahagslegir þættir hafa áhrif á heilsu einstaklinga. Almennt er talið að einstaklingar í lægri þrepum samfélagsins séu heilsuveilli en einstaklingar í hærri þrepum þess. Eftirspurn eftir heilbrigðisþjónstu fer sífellt vaxandi. Þessi aukna eftirspurn veldur því að stjórnmálamenn vilja vita hversu vel heilbrigðiskerfið virkar með tilliti til sanngirni og réttlæti. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að meta áhrif launa á heilsuframleiðslu á Íslandi. Einblínt er á þá tilgátu að sambandið milli launa og heilsu sé ekki sívaxandi ferill og þannig reynt að styrkja fyrri rannsókn um sama efni. Þetta er gert með því að meta kerfisbundinn breytileika á heilsu sem kemur til vegna launa einstaklinga. Gögn og aðferðafræði: Gögnin sem notuð eru í rannsókninni eru þversniðsgögn og eru frá könnun sem gerð var af Lýðheilsustöð, um heilsu og líðan Íslendinga, í lok árs 2007. Spurningar voru lagðar fyrir 10.000 einstaklinga á aldrinum 18-79 ára, um laun, eigið mat á heilsu og aðra lýðfræðilega þætti. Svarhlutfall var 59%. Hefðbundin aðhvarfsgreining er notuð til að meta heilsuframleiðslufallið þar sem einblínt er á stuðlamatið á launabreytunni. Niðurstöður: Hærri laun eru tengd betra mati á heilsu, bæði hjá körlum og konum. Sambandið er þó ekki sívaxandi, laun eru jákvæð tengd heilsu karla og kvenna á lægri launaþrepum, en neikvætt tengd heilsu á hærri launaþrepum. Umræður: Einstaklingar í hæsta launaþrepinu skýra frá litlu verri heilsu en einstaklingar í næsthæsta launaþrepinu, ástæðan fyrir þessum viðsnúningi er ekki ljós. Þessi viðsnúningur á heilsu og launa sambandinu á hæsta launaþrepinu, er sama niðurstaða og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir fékk í sinni rannsókn frá 2007. Þessi rannsókn staðfestir því hér með hennar niðurstöður.

Samþykkt: 
  • 4.2.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3317


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingveldur_Erlingsdottir_fixed.pdf375.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna